spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Volkov

Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Volkov

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alistair Overeem og Alexander Volkov en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Þungavigtin var í aðalhlutverki í kvöld. Volkov byrjaði mjög vel og var fljótur að finna fjarlægðina. Volkov raðaði inn þráðbeinum höggum inn fyrir vörn Overeem og var sá hollenski snemma blóðugur. Volkov vankaði Overeem í 1. lotu og var Volkov klárlega með yfirhöndina.

Í 2. lotu reyndi Overeem að ná fellu en Volkov fór leikandi létt með að verjast fellum Overeem. Volkov hélt áfram að hitta í Overeem og felldi hann með vinstri króki sem fékk dómarann til að stöðva bardagann eftir tvær mínútur í 2. lotu.

Sjá einnig – Myndband: Cory Sandhagen með magnað rothögg

Cory Sandhagen mætti Frankie Edgar í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Það tók Sandhagen aðeins 28 sekúndur að ná rothöggi ársins! Sandhagen náði vel tímasettu fljúgandi hné sem smellhitti og rotaði Edgar. Frábær frammistaða hjá Sandhagen og hefur hann svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í bantamvigtinni.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Alexander Volkov sigraði Alistair Overeem með tæknilegu rothöggi (punch) eftir 2:06 í 2. lotu.
Bantamvigt: Cory Sandhagen sigraði Frankie Edgar með rothöggi (flying knee) eftir 28 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: Clay Guida sigraði Michael Johnson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt: Alexandre Pantoja sigraði Manel Kape eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Léttvigt: Beneil Dariush sigraði Carlos Diego Ferreira eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Léttþungavigt: Danilo Marques sigraði Mike Rodríguez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:52 í 2. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Hentivigt (160 pund): Devonte Smith sigraði Justin Jaynes með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 3:38 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Karol Rosa sigraði Joselyne Edwards eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Lara Procópio sigraði Molly McCann eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Seung Woo Choi sigraði Youssef Zalal eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Timur Valiev sigraði Martin Day eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Ode Osbourne sigraði Jerome Rivera með rothöggi (punches) eftir 26 sekúndur í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular