spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Pettis vs. Moreno

Úrslit UFC Fight Night: Pettis vs. Moreno

UFC var með lítið bardagakvöld í Mexíkó í nótt. Það var lítið um stór nöfn en eins og svo oft áður á þessum minni kvöldum fengum við mjög skemmtilega bardaga og glæsileg tilþrif. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Sergio Pettis er sennilega kominn með titilbardaga eða í það minnsta kominn ansi nálægt titilbardaga eftir sigurinn á Brandon Moreno í nótt. Þetta var fjórði sigur Pettis í röð og hans sjöundi í UFC. Pettis er aðeins 23 ára og nú þegar kominn með jafn marga sigra í UFC og bróðir sinn Anthony Pettis.

Alan Jouban er nú með tvö töp í röð eftir tap gegn Niko Price en Jouban var rotaður snemma í fyrstu lotu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fluguvigt: Sergio Pettis sigraði Brandon Moreno eftir dómaraákvörðun (49-46, 48-46, 48-46).
Hentivigt (119 pund): Alexa Grasso sigraði Randa Markos eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Veltivigt: Niko Price sigraði Alan Jouban með tæknilegu rothöggi eftir 1:44 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Humberto Bandenay sigraði Martín Bravo með rothöggi (hné) eftir 26 sekúndur í 1. lotu.
Millivigt: Sam Alvey sigraði Rashad Evans eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Alejandro Pérez sigraði Andre Soukhamthath eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Millivigt: Jack Hermansson sigraði Brad Scott með tæknilegu rothöggi eftir 3:50 í 1. lotu.
Fluguvigt: Dustin Ortiz sigraði Hector Sandoval með rothöggi eftir 15 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Rani Yahya sigraði Henry Briones með uppgjafartaki (kimura) eftir 2:01 í 1. lotu.
Bantamvigt: José Alberto Quiñónez sigraði Diego Rivas eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Joseph Morales sigraði Roberto Sanchez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:56 í 1. lotu.
Léttvigt: Jordan Rinaldi sigraði Álvaro Herrera með uppgjafartaki (Von Flue choke) eftir 2:01 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular