Síðasta bardagakvöld UFC á bardagaeyjunni fór fram í nótt. Robert Whittaker og Darren Till mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.
15 bardagar voru á dagskrá en UFC hefur ekki haft svo marga bardaga síðan UFC 2 fór fram árið 1994.
Robert Whittaker sigraði Darren Till eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga. Allir dómararnir gáfu Whittaker sigurinn en voru ekki sammála um síðustu tvær loturnar. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Darren Till eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 48-47).
Léttþungavigt: Maurício Rua sigraði Antônio Rogério Nogueira eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Þungavigt: Fabrício Werdum sigraði Alexander Gustafsson með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:30 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Marina Rodriguez eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 30-27).
Léttþungavigt: Paul Craig sigraði Gadzhimurad Antigulov með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 2:06 í 1. lotu.
Veltivigt: Alex Oliveira sigraði Peter Sobotta eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Khamzat Chimaev sigraði Rhys McKee með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:09 í 1. lotu.
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:
Hentivigt (160 pund): Francisco Trinaldo sigraði Jai Herbertmeð tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:30 í 3. lotu.
Veltivigt: Jesse Ronson sigraði Nicolas Dalby með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:48 í 1. lotu.
Þungavigt: Tom Aspinall sigraði Jake Collier með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 45 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Movsar Evloev sigraði Mike Grundy eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Tanner Boser sigraði Raphael Pessoa með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:36 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Pannie Kianzad sigraði Bethe Correia eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Ramazan Emeev sigraði Niklas Stolze eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Nathaniel Wood sigraði John Castañeda eftir dómaraákvörðun.