spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on Fox 23: Shevchenko vs. Pena

Úrslit UFC on Fox 23: Shevchenko vs. Pena

Frábæru bardagakvöldi í Denver var að ljúka. Nokkur glæsileg tilþrif mátti sjá og þá sérstaklega á aðalhluta bardagakvöldsins.

Allir fjórir bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins enduðu með annað hvort rothöggi eða uppgjafartaki. Valentina Shevchenko sigraði Julianna Pena með „armbar“ af bakinu. Þó margir hafi spáð Shevchenko sigri fyrirfram er óhætt að segja að enginn hafi séð fyrir að Shevchenko myndi klára bardagann af bakinu. Virkilega vel gert hjá Shevchenko og mun hún mæta Amöndu Nunes síðar á árinu.

Jorge Masvidal átti magnaða frammistöðu gegn Donald Cerrone í skemmtilegum bardaga. Hann kýldi Cerrone niður í lok 1. lotu og hefði dómarinn vel getað stöðvað bardagann eftir 1. lotu. En Herb Dean leyfði bardaganum að halda áfram sem þótti nokkuð umdeilt og eftir 60 sekúndur í 2. lotu hafði Masvidal klárað Cerrone.

Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Julianna Peña með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:29 í 2. lotu.
Veltivigt: Jorge Masvidal sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi eftir 1 mínútu í 2. lotu.
Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Andrei Arlovski með tæknilegu rothöggi eftir 1:32 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Jason Knight sigraði Alex Caceres með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:21 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Millivigt: Sam Alvey sigraði Nate Marquardt eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Raphael Assunção sigraði Aljamain Sterling eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Bobby Nash með rothöggi eftir 4:45 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Jordan Johnson sigraði Luis Henrique da Silva eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Eric Spicely sigraði Alessio Di Chirico með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 2:14 í 1. lotu.
Hentivigt (209,5 pund): Marcos Rogério de Lima  sigraði Jeremy Kimball með tæknilegu rothöggi eftir 2:27 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Fluguvigt: Alexandre Pantoja  sigraði Eric Shelton eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttvigt: Jason Gonzalez sigraði J.C. Cottrell með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:54 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular