spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on FOX: Jacare vs. Brunson

Úrslit UFC on FOX: Jacare vs. Brunson

UFC var með ágætis bardagakvöld í Charlotte í nótt þar sem þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Derek Brunson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza sýndi að hann er ekki búinn alveg strax. Hinn 38 ára Jacare kláraði Brunson með rothöggi í 1. lotu eftir háspark og högg í gólfinu. Jacare var gráti næst eftir sigurinn en hann hefur átt erfitt uppdráttar eftir tvær aðgerðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Ronaldo Souza sigraði Derek Brunson með rothöggi (head kick and punches) eftir 3:50 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Andre Fili sigraði Dennis Bermudez eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 27-30, 29-28).
Léttvigt: Gregor Gillespie sigraði Jordan Rinaldi með tæknilegu rothöggi eftir 4:46 í 1. lotu.
Veltivigt: Drew Dober sigraði Frank Camacho eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Bobby Green sigraði Erik Koch eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Mirsad Bektić sigraði Godofredo Pepey með tæknilegu rothöggi eftir 2:47 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Mara Romero Borella eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Randa Markos sigraði Juliana Lima eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Ji Yeon Kim sigraði Justine Kish eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 30-27).
Léttvigt: Vinc Pichel sigraði Joaquim Silva eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Niko Price sigraði George Sullivan með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:21 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Cory Sandhagen sigraði Austin Arnett með tæknilegu rothöggi eftir 3:48 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular