spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on FOX: Lawler vs. Dos Anjos

Úrslit UFC on FOX: Lawler vs. Dos Anjos

UFC heimsótti Winnipeg í Kanada í gær. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Rafael dos Anjos og Robbie Lawler en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Rafael dos Anjos átti magnaða frammistöðu þegar hann sigraði Robbie Lawler eftir dómaraákvörðun. Hann er þar með kominn með þrjá sigra í röð eftir að hafa fært sig upp í veltivigt og er kominn ansi nálægt titilbardaga gegn meistaranum Tyron Woodley.

Santiago Ponzinibbio sigraði Mike Perry eftir dómaraákvörðun í fjörugum bardaga. Ponzinibbio tók tvær lotur á meðan Perry tók eina og voru ekki margir sem bjuggust við að þessi bardagi færi í dómaraákvörðun. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Rafael dos Anjos sigraði Robbie Lawler eftir dómaraákvörðun.
Hentivgt (148,5 pund): Josh Emmett sigraði Ricardo Lamas með rothöggi eftir 4:33 í 1. lotu.
Veltivigt: Santiago Ponzinibbio sigraði Mike Perry eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Misha Cirkunov með tæknilegu rothöggi eftir 2:45 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Jared Cannonier eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Julian Marquez sigraði Darren Stewart með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:42 í 2. lotu.
Veltivigt: Chad Laprise sigraði Galore Bofando með tæknilegu rothöggi eftir 4:10 í 1. lotu.
Veltivigt: Nordine Taleb sigraði Danny Roberts með rothöggi eftir 59 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: John Makdessi sigraði Abel Trujillo eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Alessio Di Chirico sigraði Oluwale Bamgbose með rothöggi (hné) eftir 2:14 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Jordan Mein sigraði Erick Silva eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular