spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on ESPN 3: Ngannou vs. Dos Santos

Úrslit UFC on ESPN 3: Ngannou vs. Dos Santos

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Minnesota í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það var nóg af fjöri í bardögum kvöldsins en aðalbardaginn stóð stutt yfir. Eftir aðeins 71 sekúndur var Francis Ngannou búinn að klára Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi. Ngannou bað um titilbardaga eftir bardagann og fær hann væntanlega eftir þriðja rothöggið sitt í röð.

Joseph Benavidez bað einnig um titilbardaga eftir sigur sinn á Jussier Formiga í fluguvigt. Hefur hann einnig mikið til síns máls en þetta var þriðji sigur hans í röð. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi eftir 1:11 í 1. lotu.
Fluguvigt: Joseph Benavidez sigraði Jussier Formiga með tæknilegu rothöggi eftir 4:47 í 2. lotu.
Veltivigt: Demian Maia sigraði Anthony Rocco Martin eftir meirihluta dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 28-28).
Léttvigt: Vinc Pichel sigraði Roosevelt Roberts eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Drew Dober sigraði Marco Polo Reyes með tæknilegu rothöggi eftir 1:07 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Alonzo Menifield sigraði Paul Craig með rothöggi eftir 3:19 í 1. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Ricardo Ramos sigraði Journey Newson eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Eryk Anders sigraði Vinicius Moreira með rothöggi eftir 1:18 í 1. lotu.
Léttvigt: Jared Gordon sigraði Dan Moret eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Dalcha Lungiambula sigraði Dequan Townsend með tæknilegu rothöggi eftir 42 sekúndur í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Amanda Ribas sigraði Emily Whitmire með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:10 í 2. lotu.
Þungavigt: Maurice Greene sigraði Junior Albini með tæknilegu rothöggi eftir 3:38 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular