spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on Fox 17: Dos Anjos vs. Cerrone 2

Úrslit UFC on Fox 17: Dos Anjos vs. Cerrone 2

ufc on fox 17UFC bardagakvöldinu í Orlando var að ljúka. Þeir Rafael dos Anjos og Donald Cerrone börðust um léttvigtartitl UFC og þá mættust þeir Alistair Overeem og Junior dos Santos.

Síðasta bardagakvöldi ársins í UFC er nú lokið. Rafael dos Anjos varði beltið sitt gegn Donald Cerrone og sigraði eftir aðeins 66 sekúndur. Alistair Overeem kom mörgum á óvart og rotaði Junior dos Santos í 2. lotu og er kominn í titilbaráttuna í þungavigtinni. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Rafael dos Anjos sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi eftir 1:06 í 1. lotu.
Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi í 2. lotu eftir 4:43 í fyrstu lotu.
Léttvigt: Nate Diaz sigraði Michael Johnson eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Karolina Kowalkiewicz sigraði Randa Markos eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar kvöldsins:

150,5 punda hentivigt: Charles Oliveira sigraði Myles Jury með „guillotine“ hengingu eftir 3:05 í 1. lotu.
Millivigt: Nate Marquardt sigraði C.B. Dollaway með rothöggi eftir 28 sekúndur í 2. lotu.
Bantamvigt: Valentina Shevchenko sigraði Sarah Kaufman eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Tamdan McCrory sigraði Josh Samman með „triangle“ hengingu eftir 4:10 í 3. lotu.
Léttvigt: Nik Lentz sigraði Danny Castillo eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Bardagi Cole Miller og Jim Alers var dæmdur ógildur eftir pot í augað.
Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Leon Edwards eftir dómarákvörðun.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Hayder Hassan með „anaconda“ hengingu eftir 2:13 í 1. lotu.
Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Luis Henrique með rothöggi eftir 2:53 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular