spot_img
Tuesday, December 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÚrslit úr þriðja móti HFK/VBC og sýningarstælar

Úrslit úr þriðja móti HFK/VBC og sýningarstælar

Þriðja hnefaleikamót HFK/VBC MMA fór fram nú síðastliðinn laugardag og margir frábærir bardagar litu dagsins ljós.  11 viðureignir fóru fram en fimm grænlenskir hnefaleikakappar tóku þátt á mótinu og stóðu þeir sig allir með prýði.

Fyrirhugað var að fylgja nýjum reglum frá AIBA þar sem 19 ára og eldri kepptu án höfuðhlífa. Á stjórnarfundi ÍSÍ fengust hins vegar nýju reglurnar ekki samþykktar en þeir báru það fyrir sig að þeir vildu fá álit annarra Norðurlandaþjóða og álit menntamálaráðuneytisins – þrátt fyrir að reglurnar séu í gildi hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.

Á mótinu kom upp athyglisvert mál þegar Þórður Bjarkar Árelíusson, sem var valinn boxari kvöldsins á seinasta móti HFK/VBC, tókst á við Grænlending að nafni Angulluk Thomassen. Bardaginn var gríðarlega einhliða þar sem Þórður var einfaldlega klassa fyrir ofan Angulluk. Þórður reyndi að skemmta áhorfendum og minntu taktarnir mikið á Prince Naseem Hamed. Hann setti til að mynda hendur fyrir aftan bak og sló svo og brosti þegar andstæðingurinn hitti ekki. Dómari kvöldsins, Ólafur Guðlaugsson sem er einnig formaður Hnefaleikanefndar ÍSÍ, var ekki par sáttur með framkomu Þórðar. Dómarinn stöðvaði bardagann í gríð og erg þar sem hann gaf Þórði viðvararnir fyrir fíflalætin eða fyrir að vera með góminn lausan upp í sér sem hann taldi vera viljandi.

Bardaginn endaði í annarri lotu eftir tæknilegt rothögg Þórði í vil. Eftir bardagann voru margir ósáttir með Þórð fyrir að sýna Angulluk ekki virðingu þó hann hafi sýnt honum virðingu fyrir og eftir bardagann. Angulluk endaði vel bólginn og lemstraður en eftir að mótslæknirinn hafði skoðað Angulluk taldi hann ekki þörf frekari aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Sýningarstælar (e. ehowboating) hefur verið þekkt lengi í bardagaíþróttum og hafa margir af þeim bestu verið þekktir fyrir stæla. Það eru þó aðrar reglur í atvinnumannabardögum og geta hnefaleikakappar þar komist upp með meira. Í áhugamannabardögum hefur dómarinn rétt til þess að stoppa bardagann ef annar keppandinn er með sýningarstæla.

Eru sýningarstælar eitthvað sem áhorfendum finnst skemmtilegt að sjá eða á það ekki heima í boxi?

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan, nafn sigurvegara eru rauðlituð.

Róbert Bryde HFK 62kg VS Aninguaq Eigaard Nuuk 60kg
Gísli Kvaran HAK 69kg VS Muku Jessen Nuuk 69kg
Marinó Elí HAK 69kg VS Kristján TNT Ingvasson Æsir 69kg
Árni Geir Valgeirsson HFH 81kg VS Stefán Örn Hannesson Æsir 81kg
Maksymilian Sobiecki HFK 64kg VS Pavel Uscilowski HR 64kg
Jafet Örn Þorsteinsson HFK 75kg VS Jakob Möller Nuuk 75kg
Margrét Þorsteinsdóttir HFK VS Ikitannguaq Jensen Nuuk
Haukur Borg HFK 81kg VS Tómas Ólafsson HFR 81kg
Karen Ósk Björnsdóttir HFK 64kg VS Erla Guðrún Hjartardóttir HR 64kg
Birgir Þór Stefánsson HFK 81kg VS Magnús Snæbjörnsson Æsir 81kg
Þórður Bjarkar Árelíusson HFK 69kg VS Angulluk Thomassen Nuuk 69kg
spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Hvað er að gerast !?

    “Í áhugamannabardögum hefur dómarinn rétt til þess að stoppa bardagann ef annar keppandinn er með sýningarstæla”
    -Afhverju?
    Dómarinn hefur greinilega líka rétt á að búa til reglur á staðnum og gleyma þeim svo í næsta bardaga sem hann dæmir.

    Annað, Mig grunar að “sýningarstælar” séu eitthvað sem á eftir að fara vaxandi í áhugamanna boxi, sérstaklega eftir 10point scoring systemið tók við. Menn sem eru “showboating” líta þá kannski meira sannfærandi út í augum dómara.

    Hvort það sé smekklegt eða ekki fer bara eftir stað og stund, en maður þarf svo sem ekki að vera mikill smekksmaður til að keppa í hnefaleikum þó það sé auðvitað oft æskilegt eins og í öllu öðru 🙂

  2. Hvað er að gerast !?

    “Í áhugamannabardögum hefur dómarinn rétt til þess að stoppa bardagann ef annar keppandinn er með sýningarstæla”
    -Afhverju?
    Dómarinn hefur greinilega líka rétt á að búa til reglur á staðnum og gleyma þeim svo í næsta bardaga sem hann dæmir.

    Annað, Mig grunar að “sýningarstælar” séu eitthvað sem á eftir að fara vaxandi í áhugamanna boxi, sérstaklega eftir 10point scoring systemið tók við. Menn sem eru “showboating” líta þá kannski meira sannfærandi út í augum dómara.

    Hvort það sé smekklegt eða ekki fer bara eftir stað og stund, en maður þarf svo sem ekki að vera mikill smekksmaður til að keppa í hnefaleikum þó það sé auðvitað oft æskilegt eins og í öllu öðru 🙂

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular