spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUtan búrsins: Diego Björn Valencia

Utan búrsins: Diego Björn Valencia

diego
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Diego Björn Valencia hefur þrisvar barist sem áhugamaður í MMA og einu sinni sem atvinnumaður. Hann er meðlimir í Keppnisliði Mjölnis og stefnir á að taka sinn annan avinnumannabardaga í haust. Þeir sem vilja fylgjast með Diego í keppnum ættu að henda Like á nýja Facebook síðu hans. Þar verður hægt að sjá myndbönd og myndir úr keppnum og fleira. Við fengum Diego í smá spjall þar sem við fengum að kynnast kappanum betur utan búrsins.

Uppáhalds matur? Nánast allt ruslfæði. Aðallega Pizzur samt.

Uppáhalds veitingastaður? Krúska og Caruso.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Game of Thrones

Besta bíómynd sem gerð hefur verið? Lord of the Rings trílogían.

Uppáhalds hljómsveit? Pixies, Muse, Gipsy Kings, Sigurrós, Radiohead ofl.

Hvaða íþrótt myndir þú aldrei æfa? Þetta er líklega einhver versta hugmynd af íþrótt sem ég hef séð.

Hver eru áhugamál utan MMA og hvernig sinnirðu þeim? Ég er grimmur tölvunörd og á t.d Nintendo leikjatölvusafn í glerskáp. Svo spila ég mikið tölvuleiki með stráknum mínum sem er 7 ára.

Hvernig finnst þér best að slaka á? Sófinn og góð mynd eða þáttur. Krökkunum hent í pössun, Ritz kex og ostar og jafnvel ísköld sangría með.

Uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Líklega þriðjudagar og fimmtudagar en þá eru keppnisliðsæfingar í Mjölni og ég fæ að slást.

Hvor myndi vinna í MMA bardaga, Bruce Lee eða Muhammad Ali og af hverju? Ég hef ekki hugmynd, en myndi tippa á Ali þar sem hann var með mikla keppnisreynslu.

Ertu með tattú? Nei ég og Bjarki „The Kid“ Ómarsson erum að reyna að starta nýju trendi, sem sagt tattú lausir MMA gaurar.

Hvaða skoðun hefurðu á fjárlagafrumvarpinu? Ég veit í alvörunni ekki hvað það er.

Hvað leiddi þig út í bardagaíþróttir? Ég byrjaði í Karate þegar ég var 11 ára gamall. Keppti á mínu fyrsta móti skömmu seinna sem ég vann, og eftir það var ekki aftur snúið. Verð líka að nefna Vicente, gamla karate þjálfarann minn, en það er ótrúlegur maður sem hefur þjálfað nokkur hundruð Íslandsmeistara í Karate og stofnaði helminginn af karatefélögum á Íslandi.

Hvað fer í taugarnar á þér í fari fólks? Aðallega heimska og stælar. Og fólk sem keyrir hægt á vinstri akrein.

Vandræðalegasta augnablik ævi þinnar? Ég sat einu sinni á veitingastað að bíða eftir matnum mínum með vinum mínum, konunni minni og stráknum mínum, þegar ég rek augun í disk á næsta borði hlaðinn girnilegum frönskum og kokteilsósa með. Enginn sat við borðið og franskarnar virtust vera að bíða eftir að einhver bjargaði þeim. Ég stekk eins og ninja og stel disknum yfir á mitt borð og ræðst á þær. Ég er svo nýbúinn að segja „Mmm þær eru ennþá heitar!“ þegar það bankar vel fullorðinn maður í öxlina á mér og segir „Heyrðu þetta er maturinn minn“ hann hafði þá stokkið frá til að ná sér í eitthvað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular