spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður mætir Claire Sammut í kvöld

Valgerður mætir Claire Sammut í kvöld

Valgerður Guðsteinsdóttir keppir sinn 7. atvinnubardaga í boxi á laugardaginn. Valgerður mætir þá Claire Sammut á boxkvöldi í Svíþjóð.

Valgerður er 4-2 í atvinnuhnefaleikum og hefur ekki keppt síðan í mars 2019 en þá sigraði hún Sabina Mishchenko með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Erfiðlega hefur gengið að fá bardaga síðan og hefur auðvitað heimsfaraldur sett strik í reikninginn hjá íþróttamönnum um allan heim.

Valgerður átti upphaflega að mæta Diana Starkova frá Úkraínu. Hún mun þess í stað mæta Claire Summit (4-7) frá Möltu en þær áttu fyrst að mætast í vor á Möltu áður en eyjan lokaði vegna kórónuveirunnar. Bardaginn verður á dagskrá í kvöld og er þetta 6 lotu bardagi.

Kvöldið kallast Night of Champions og verður streymi frá viðburðinum hér. Streymið kostar 100 sænskar krónur (um 1.400 ISK). og hefst kl. 17:30 á íslenskum tíma. Valgerður er í 2. bardaga kvöldsins á streyminu og er áætlað að bardaginn byrji kl. 17:50 á íslenskum tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular