Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaValgerður með sigur eftir dómaraákvörðun

Valgerður með sigur eftir dómaraákvörðun

Valgerður Guðsteinsdóttir mætti Claire Summit í Svíþjóð í kvöld. Valgerður fór með sigur af hólmi.

Bardaginn fór fram á Night of Champions í Svíþjóð í kvöld. Valgerður átti upphaflega að mæta Summit (4-7 fyrir bardagann) í vor á Möltu áður en eyjan lokaði vegna kórónuveirunnar.

Valgerður sigraði Summit eftir einróma dómaraákvörðun (59-55, 59-55, 58-56). Valgerður vann fimm af sex lotum hjá tveimur dómurum en fjórar af sex hjá þriðja dómaranum.

Þetta gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig í kvöld en Valgerður fór úr lið á þumalfingri í 1. lotu. Valgerður gat því minna notað hægri höndina og þurfti því að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað.

Með sigrinum er Valgerður 5-2 sem atvinnukona í hnefaleikum og frábært fyrir hana að vera komin aftur í hringinn. Vonandi verður hún ekki lengi að jafna sig á meiðslunum svo ekki líði of langt þar til hún kemst aftur í hringinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular