Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaHlynur Torfi með sigur eftir dómaraákvörðun

Hlynur Torfi með sigur eftir dómaraákvörðun

Hlynur Torfi Rúnarsson sigraði í gær sinn fjórða MMA bardaga. Bardaginn fór alla leið og vann Hlynur eftir einróma dómaraákvörðun.

Bardaginn var mjög jafn og að mestu leiti háður standandi. Hlynur sýndi góð spörk og högg og náði bardaganum niður í lok fyrstu tveggja lotanna. Þriðja lotan var síðan standandi allan tímann en bardaginn var mikil skemmtun. Hlynur stóð uppi sem sigurvegari en þetta var fyrsti bardagann hans sem fór lengra en fyrsta lota og því góð reynsla fyrir okkar mann.

Í viðtali eftir bardagann kvaðst Hlynur hæstánægður með bardagann enda í fyrsta sinn sem hann fer allar loturnar. Hlynur vildi sýna að hann væri ekki bara glímumaður og fékk gott tækifæri til þess í bardaganum. Flottur sigur og er Hlynur núna 4-0 sem áhugamaður í MMA.

Myndir: Jarno Nurminen
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular