Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar stefnir á endurkomu í London í mars

Gunnar stefnir á endurkomu í London í mars

Gunnar Nelson vonast eftir að fá bardaga á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars. Gunnar segist ekki vera kominn með andstæðing og er opinn fyrir hverjum sem er.

Gunnar Nelson var í The MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær. Gunnar hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019 en hann hefur verið frá vegna meiðsla.

Gunnar talaði um meiðslin í viðtalinu. Gunnar varð fyrir rifbeinsmeiðslum skömmu fyrir bardagann gegn Burns sem tóku langan tíma að jafna sig. Meiðslin tóku sig síðan aftur upp þegar hann glímdi við Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, í vor.

Gunnar er nú búinn að ná sér af meiðslunum og stefnir á bardaga á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars. UFC er ekki búið að staðfesta að kvöldið verði í London en allt bendir til að UFC fari þangað í mars. UFC hefur ekki farið til Evrópu síðan kórónuveirufaraldurinn hófst og má búast því við stóru kvöldi þegar UFC fer til London.

Gunnar segist ekki vera með neinn óska andstæðing í huga en væri alveg til í Khamzat Chimaev. John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars, stakk upp á þeim bardaga á samfélagsmiðlum á dögunum sem vakti athygli. Khamzat er þó líklegast að fara í topp andstæðing í veltivigtinni en Gunnar er sem stendur ekki á topp 15 á styrkleikalista UFC.

Það er þó einn maður sem Gunnari langar sérstaklega að mæta og það er Santiago Ponzinibbio. Gunnar mætti Poninibbio í júlí 2017 en þá potaði Ponzinibbio nokkrum sinnum í augu Gunnars. Gunnar vill endilega mæta honum aftur enda telur hann að Ponzinibbio hafi potað viljandi í augu Gunnars.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular