Eins og kom fram hjá okkur í gær hefur Dominick Cruz meiðst aftur og keppir því ekki við Renan Barao um bantamvigtartitilinn í febrúar. Urijah Faber tekur hans stað og berst við meistarann.
Margar spurningar hafa kviknað í kringum þennan titilbardaga Faber. Þar sem bardaginn er 1. febrúar fær hann aðeins rúmlega þrjár vikur til að undirbúa sig undir bardagann. Síðast þegar Faber mætti Barao sigraði meistarinn með yfirburðum á stigum og átti Faber litla möguleika í öllum fimm lotunum. Núna, u.þ.b. 18 mánuðum síðar, fær hann tækifæri til að hefna fyrir tapið. En er Faber búinn að bæta sig nóg á þessum 18 mánuðum til að eiga meiri möguleika í Barao? Faber átti frábært ár í fyrra og sigraði alla fjóra bardaga sína mjög sannfærandi. Aftur á móti var Barao líka frábær og kláraði báða sína bardaga. Í bardaga þeirra síðast átti Faber lítinn séns í Barao og náði ekki að minnka fjarlægðina eða aðlaga leikáætlun sína þegar Barao var með augljósa yfirburði. Barao notaði fjarlægðina gríðarlega vel í þeim bardaga og átti Faber í miklum erfiðleikum með að koma höggum á hann eða taka hann niður. Nú er spurning hvort að Team Alpha Male nái að koma með betri leikáætlun í þetta sinn en tíminn er knappur.
Fimm töp í röð í titilbardögum er aldrei góðs viti og verður sennilega erfitt fyrir UFC að gefa slíkum manni fleiri titilbardaga. Sannleikurinn er hins vegar sá að Faber er einn besti bantamvigtarmaður heims og á þennan bardaga fyllilega skilið. Síðan hann tapaði síðasta titilbardaga hefur hann sigrað alla andstæðinga sína sannfærandi og stimplað sig inn sem áskoranda númer 1. Faber getur sigrað nánast alla bantamvigtarmenn veraldar, en er hann nógu góður til að sigra Barao núna? Fær Faber loksins UFC beltið sitt sem hann hefur svo lengi þráð? Þessum spurningum og fleirum verður ekki svarað fyrr en 1. febrúar er þeir mætast í aðalbardaga UFC 169.
5. titilbardaginn í röð já, en það skal taka fram að á ferli sínum hefur faber _bara_ tapað titilbardögum sem er frekar magnað
held að þessi þriggja vikna undirbúningur verði kannski bara erfiður fyrir weight cuttið, byrja þessir gaurar ekki að skera niður mataræðið langt fyrir bardaga? hann barðist nú fyrir þrem vikum (5 bardagar á rúmlega 11 mán) svo hann ætti nú að vera í standi og hann hefur nú barist við barao, ætti að vita hvernig hann fúnkerar
annars spái ég því líka að næsti fight hjá faber verði cruz(ef hann er heill), þar er money to be made og ef barao ver titilinn þá fái john lineker kannski tækifæri gegn barao