spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJVar Aljamain Sterling rændur á Fury Pro Grappling 8 gegn Kevin Dantzler?

Var Aljamain Sterling rændur á Fury Pro Grappling 8 gegn Kevin Dantzler?

Þónokkur umræða hefur skapast í kringum viðureign Sterling og Dantzler sem glímdu í aðalglímu Fury Pro 8 sem haldið var um síðustu helgi. Dantzler vann með meirihluta dómara ákvörðun en glíman var vægast sagt óspennandi og viðburða lítil.

Glíman stóð yfir í 10 mínútur og voru allir lásar leyfðir fyrir utan hælalása – sem eru bannaðir á mótinu gegn keppendum sem keppa einnig í UFC.  

Dantzler byrjar á því að setjast niður og púlla guard. Það gerðist tiltölulega lítið í glímunni þangað til að tæplega 2 mínútur eru búnar og Sterling rífur sig úr að ofan og lætur Dantzler standa upp. Dantzler stendur upp og sest svo aftur niður strax. Þannig hélt aðal glíma kvöldsins áfram og ekkert breyttist. Þegar 7 mínútur voru liðnar virðist Danzler vera nálagt því að sækja armbar úr guard en Aljamain tekst að verjast því með því að standa upp og snúa Dantzler í helicopter og losa hann af sér. Glíman hélt svo áfram sama horfi – Aljamain reynir að passa guard, en tekst það ekki. Dantzler er bara sáttur spilandi sinn leik sitjandi í vörn. Einstaklega óspennandi 10 mínutna glíma.  

En BJJ samfélagið og netverjar standa sumir hverjir með Aljamain Sterling og segja hann hafa verið rændan. Er hægt að dæma sigurvegara eftir svona frammistöðu þ.e. að verja guard allan tímann og sækja í eitt skipti? Sterling vandaði Dantzler ekki kveðjur: 

“ If you let another man drag you by your ankles, that’s a disgrace” 

– Aljamain Sterling

Aljamain viðurkenndi þó að hann hafði mögulega aðra nálgun en aðrir keppendur og að hans nálgun væri mma miðaðari og honum fyndist réttast að sókninn myndi vinna glímur sem væru í patt stöðu allan tímann. Aljamain á að mæta Calvin Kattar á UFC 300 í Apríl og fær hann þá líklega útrás fyrir sókndjarfa tilburði þar.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular