spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVar Jose Aldo boðið að berjast við Khabib um bráðabirgðartitil í léttvigtinni?

Var Jose Aldo boðið að berjast við Khabib um bráðabirgðartitil í léttvigtinni?

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo var í afar áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani á dögunum. Þar segir hann að Max Holloway vilji ekki berjast við sig strax og að hans næsti bardagi verði í léttvigtinni upp á bráðabirgðarbelti.

Jose Aldo bjóst við að mæta Max Holloway eftir að sá síðarnefndi vann bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni gegn Anthony Pettis á UFC 206. Aldo segir að bardaginn átti að fara fram í febrúar á UFC 208 í Brooklyn og heldur Aldo því fram að Pettis og Holloway hafi báðir vitað það fyrirfram að sigurvegarinn myndi mæta Aldo á UFC 208 þann 11. febrúar.

Nú er annað hljóð í Aldo þar sem ólíklegt er að Holloway geti barist strax aftur svo snemma. „Holloway sagði helling eftir bardagann. Fyrst heyrði ég að hann hefði snúið á sér ökklann og myndi ekki ná sér í tæka tíð. Svo heyrði ég að hann hefði bókað ferð í Disney World með fjölskyldunni og gæti ekki breytt ferðinni. Síðan heyrði ég að bardagaklúbburinn hans væri lokaður yfir jólin og hann myndi ekki hafa nægan tíma til að æfa,“ segir Aldo.

Max Holloway hefur verið hávær í fjölmiðlum og margoft skorað á Aldo opinberlega. Eftir bardagann spurði hann „Where is Jose Waldo“ og gaf í skyn að sá brasilíski vildi ekki berjast við sig.

„Hann er bara með skítkast í minn garð, segjandi alls konar hluti og að hegða sér eins og einhver töffari. Þetta er bara allt í kjaftinum,“ segir Aldo.

Bardaginn í Brooklyn á UFC 208 virðist því vera af borðinu en Aldo býst við að berjast fyrstu helgina í mars. „Þeir [UFC] munu fljótlega tilkynna minn næsta bardaga sem verður titilbardagi upp á bráðabirgðarbeltið í léttvigt. Þeir eru búnir að vera að reyna að finna andstæðing fyrir mig en að minnsta kosti einn andstæðingur hefur neitað að berjast við mig. Ég er bara að bíða og sjá hvern þeir fá fyrir mig.“

Þetta kemur verulega á óvart enda var ekki búist við að fjaðurvigtarmeistarinn Aldo væri á leið upp í léttvigt. Aldo vill ekkert meira en að berjast aftur við Conor McGregor og er bráðabirgðartitill í léttvigt leiðin að endurati við Conor.

„UFC bað mig um að segja ekki of mikið. Ég ætla ekki að segja hver hafnaði bardaganum þar sem ég þarf að halda því leyndu. Við hefðum aldrei haldið að þessi maður myndi hafna bardaga. Hann hafnaði bardaganum þar sem pabba hans fannst bardaginn ekki vera rétti bardaginn. Ég er þreyttur á mönnum sem neita að berjast. Ég vil setja á þá pressu svo þeir samþykki bardagann.“

Sennilega er Aldo þarna að tala um Khabib Nurmagomedov. Rússinn öflugi hefur verið að skora á Tony Ferguson í bardaga upp á bráðabirgðarbeltið en samningar hafa ekki náðst. Pabbi hans, Abdulmanap Nurmagomedov, er einn af þjálfurum hans og svo sannarlega viðloðinn feril sonar síns.

Viðtalið er afar áhugavert í heild sinni en þar talar Aldo einnig um Conor McGregor, samband sitt við UFC, hin ýmsu verkalýðsfélög meðal bardagamanna og Urijah Faber. Viðtalið má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular