Saturday, April 20, 2024
HomeErlentVeggspjaldið fyrir UFC 254 er klárt

Veggspjaldið fyrir UFC 254 er klárt

UFC hefur gefið út opinbera veggspjaldið fyrir UFC 254 bardagakvöldið sem fram fer á bardagaeyjunni í október. Mikil eftirvænting er fyrir aðalbardaga kvöldsins.

Ríkjandi léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov og bráðarbirgðameistarinn Justin Gaethje mætast í bardaga sem sameinar beltin tvö í aðalbardaga kvöldsins á UFC 254. Venjan er yfirleitt sú, þegar UFC gefur út veggspjöld sín fyrir stærri bardagakvöldin, að bardagakappar í tveimur til þremur síðustu bardögunum fá að prýða veggspjaldið en svo er ekki raunin fyrir UFC 254.

Það er ekkert rými á veggspjaldinu sjálfu fyrir neina aðra en meistarana í þetta skiptið og taka þeir tveir allt plássið. Er það til marks um hversu mikilvægur og stór þessi bardagi er í raun og veru. Það er MMA Fighting sem greinir frá þessu.

Eftir að hafa haldið þó nokkur bardagakvöld í röð í APEX æfingaaðstöðu UFC í Las Vegas hefur UFC nú flutt sig til Abu Dhabi þar sem UFC 253 var haldið um síðustu helgi. UFC mun svo halda ótrauð áfram í Mið-Austurlöndum þar sem næstu fjögur bardagakvöld verða haldin á bardagaeyjunni og mun UFC 254 reka lokahnykkinn þann 24. október og verður kvöldið á evrópskum tíma.

Mikilvægur bardagi í millivigtinni verður næst síðasti bardagi kvöldsins milli fyrrum meistarans Robert Whittaker og Jared Cannonier en þessi bardagi á eftir að segja mikið til um hvernig millivigtin mun koma til með að þróast. Cannonier er af mörgum talinn vera næstur í röðinni gegn Israel Adesanya, en millivigtarmeistarinn nefndi Jared einmitt á nafn í viðtali í búrinu eftir að hafa pakkað Paulo Costa saman á innan við tveimur lotum. Að því sögðu á Jared enn eftir að komast í gegnum Whittaker.

Aðalbardagi kvöldsins milli Nurmagomedov og Gaethje átti upphaflega að fara fram á UFC 253 en var frestað vegna andláts Abdulmanaps, faðir Khabib, sem lést eftir baráttu við kórónuveiruna. Heimsfaraldurinn hefur áður seinkað titilvörn Khabib en fyrst sat hann fastur í Rússlandi og gat því ekki mætt Tony Ferguson á UFC 249. Justin Gaethje hljóp því í skarðið fyrir Khabib og greip tækifærið með því að stoppa Ferguson í fimmtu lotu og varð þar með bráðabirgðameistarinn í léttvigtinni.

UFC miðar að því að hafa tólf bardaga á dagskrá á UFC 254 og þegar þetta er skrifað eru sex þeirra staðfestir. Kvöldið lítur ansi vel út eins og staðan er núna:

Khabib Nurmagomedov gegn Justin Gaethje
Robert Whittaker gegn Jared Cannonier
Alexander Volkov gegn Walt Harris
Islam Makhachev gegn Rafel Dos Anjos
Cynthia Calviollo gegn Lauren Murphy
Magomed Ankalaev gegn Ion Cutelaba

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular