spot_img
Thursday, October 31, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVenom Page kallar út Shara Bullet

Venom Page kallar út Shara Bullet

Michael “Venom” Page sagði í viðtali við MMA Fighting að hann vilji mæta Shara “Bullet” Magomedov og fara upp um vigt “just for the fun of it” eða aðeins til gamans.

Shara Magomedov hefur verið á allra vörum eftir frammistöðu sína síðustu helgi á UFC 308 þar sem hann rotaði Armen Petrosyan með tvöföldum spinning back fist, einhverjum sem enginn hefur áður séð. Shara kallaði þetta sjálfur “Double Bullet”

Shara Magomedov kallaði svo út Israel Adesanya eftir sigurinn.

Michel Venom Page, sem segist ætla vera virkur á árinu 2025, sagði í viðtalinu: “Láttu Izzy í friði, ég skal koma í hans stað”
Hann sagði bardagann góðan fyrir sig og góðan stand-up bardaga fyrir fólkið.
Hann spáði því að Belal Muhammad muni sigra Shavkat Rakhmonov og einnig að Leon Edwards eigi skilið annað skot að veltivigtartitlinum. Hann kenndi tímasetningunni á bardaga hans gegn Belal um slæmt gengi en bardaginn fór fram um miðja nótt í Englandi, heimalandi Edwards.

Page mætir Carlos Condit í grappling viðureign á Polaris 30 um helgina. Page greindi frá því í viðtalinu að upphaflegi andstæðingur hans átti að vera Donald “Cowboy” Cerrone.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular