Þriðja og síðasta vorbikarmót Hnefaleikasambandsins var haldið í VBC 24. febrúar sl.
Elmar Gauti Halldórsson sýndi og sannaði hversu öflugur hann er og Hafþór Magnússon sigraði Viktor Zoega í spennandi bardaga en mikið var deilt um dómaraúrskurðinn eftirá. Svo virðist sem ekki allir séu með reglurnar á hreinu en Fimmta Lotan fór vel yfir þetta mál, eftir að hafa rætt við dómara og fleiri aðila, og komust að þeirri niðurstöðu að dómurinn væri réttmætur sem þeir greindu frá í þættinum sem kom út í vikunni eftir mót.
Bikarmótaröðin er með því sniði að haldin eru 3 mót með tveggja vikna millibili. Það fyrsta var haldið í húsakynnum HFH, annað hjá HR/WCBA og að lokum hjá VBC. Verðlaunaafhendingin fór svo fram í húsakynnum sambandsins í gær, sunnudaginn 10. mars.
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar áttu flesta sigurvegara á mótinu en þeir voru 4 talsins sem hrepptu gullið frá þeim: Hafþór Magnússon, Benedikt Gylfi Eiríksson, Alejandro Cordova Cervera og Ágúst Hrafn Heiðarsson
Hnefaleikafélag Akraness kom einnig mjög vel útúr þessari keppni. Þeir sendu tvo keppendur til leiks, þá Björn Jónatan Björnsson og Viktor Orra Pétursson, sem fengu báðir gull.
Það var mjög vel mætt á öll mótin og greinilegt að áhugi á hnefaleikum fer vaxandi með hverju móti. Framundan í Hnefaleikasenunni er svo Íslandsmeistaramótið helgina 13.-14. apríl og svo auðvitað Icebox 7. júní sem verður í ár með mun stærra sniði en áður hefur verið.
Fullar niðurstöður vorbikarmótsins eru eftirfarandi:
86kg Elite
Garpur Fletcher HR – Gull
Pawel Zmiejko GFR – Silfur
75kg Elite
William Thor Ragnarsson HR – Gull
Teitur Þór Ólafsson HR – Silfur
67kg Elite
Hafþór Magnússon HFH – Gull
75kg U19
A
Benedikt Gylfi Eiríksson HFH – Gull
B
Alejandro Cordova Cervera HFH – Gull
57kg U19
Viktor Orri Pétursson HAK – Gull
71kg U17
Sölvi Steinn Hafþórsson HFK – Gull
60kg U17
Björn Jónatan Björnsson HAK – Gull
54kg U17
Ronald Bjarki Mánason HR – Gull
46kg U15
Ágúst Hrafn Heiđarsson HFH – Gull