spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaViðtal: Birgir Þór Stefánsson keppir í Muay Thai

Viðtal: Birgir Þór Stefánsson keppir í Muay Thai

601734_575843692474751_1417684459_n

Birgir Þór Stefánsson er nú á fullu að æfa sig fyrir bardaga í Muay Thai í Þýskalandi og Danmörku. Við á MMA fréttum ræddum við hann um undirbúninginn og bardagana.

Kynntu þig fyrir lesendum MMAfrétta. Hver er Birgir Þór?

Birgir þór er afar venjulegur 22 ára námsmaður úr garðabæ sem stundar nám við úrsmíði í Danmörku og stundar Muay Thai af miklum móð.

Hvað hefur þú æft Muay Thai lengi?

Fyrsta bardagaíþróttin sem ég æfði var Muay Thai árið 2011 og ég hef ekki litið um öxl síðan. Ég tel Muay Thai henta mér best þar sem ég fæ að nota lappirnar mikið og mikil snerting er í íþróttinni.

Nú ert þú að fara að keppa í Muay Thai, segðu okkur aðeins frá því?

Ég mun keppa 8. febrúar í Þýskalandi, nánar tiltekið í Berlín. Keppnin kallast Golden Glory Nights 2014 en ekki er komið á hreint hvort ég fái A eða B bardaga. Munurinn á A og B bardaga eru að í B bardaga eru hvorki hné í andlit né olnbogar leyfðir. Ég fékk bardagan í gegnum Maeng Ho Ringsted Muay Thai en það er klúbbur sem ég æfi með í Danmörku. Maeng Ho Ringsted Muay Thai er einnig að skipuleggja sitt eigið bardagakvöld þann 15. mars og ég vonast til þess að geta keppt þá aftur.

Hefur þú keppt áður í Muay Thai?

Ég hef keppt þrisvar áður. Einu sinni í Þýskalandi og tvisvar í Danmörku. Ég tapaði fyrsta bardaganum á stigum, annar bardaginn endaði með að andstæðingurinn hætti eftir fyrstu lotu og þann þriðja sigraði ég með rothöggi.

Hvernig er undirbúningur þinn fyrir bardagana?

Ég æfi stíft 6 daga vikunnar hjá VBC í Kópavogi og með þeim æfingum stunda ég hlaup og sund til þess að koma mér í gott keppnisform. Ég breyti matarplani mínu einnig talsvert. Ég borða mjög mikið af fisk og hvalkjöti en einnig borða ég mikið magn af ávöxtum og grænmeti.

Hver eru framtíðarplön þín í íþróttinni?

Framtíðarplönin eru ekki ákveðinn ennþá. Ég mun allavega reyna að keppa eins mikið og ég get þegar ég stunda nám mitt í Danmörku.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?

Ég vill þakka VBC kærlega fyrir góðar móttökur. Þeir hafa hjálpað mér að hafa stífar og góðar æfingar í undirbúningi mínum fyrir þennan bardaga. Ég hvet alla til að kíkja á þá ef þeir hafa áhuga á að prófa bardagaíþróttir.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular