spot_img
Monday, May 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVigtunardagur: Mikið þyngdartap Prates og Chikadze náði ekki vigt.

Vigtunardagur: Mikið þyngdartap Prates og Chikadze náði ekki vigt.

UFC Fight Night: Garry vs. Prates verður haldið í Kansas City í nótt. Núna er staðfest að allir bardagar munu fara fram eins og lagt var upp með. Ceremonial Weigh-In fóru fram í nótt og var nokkuð sem stóð helst upp úr. Hlekkur á viðburðinn neðst í grein.

Svakalegt þyngdartap Prates

Þetta verður í annað sinn sem Prates er aðalnúmerið á UFC-viðburði og stefnir hann að því að þagga niður í Ian Machado Garry, sem gagnrýndi hann nokkuð harðlega fyrir bardagann þeirra í kvöld. Prates, sem gengur undir viðurnefninu „The Nightmare“, er ekki aðeins þekktur fyrir grimmd sína í búrinu heldur einnig fyrir skemmtilega persónuleikan sinn, þar sem hann hefur unnið aðdáendur á sitt band með góðvild og innsýn í undirbúning sinn fyrir bardagann.

Eitt af því sem vakti athygli aðdáenda nýlega var gríðarleg þyngdartap Prates. Í myndbandi sem hann deildi á Instagram sýndi hann að hann missti næstum 14 kíló til að ná 77 kílóa þyngdarmörkum veltivigtarinnar. Þó að stærð hans og sprengikraftur séu miklir kostir, eru einhverjar áhyggjur af því hvort hann geti viðhaldið frammistöðu sinni ef bardaginn hans við Garry dregst á langinn og inn í meistaraloturnar, þar sem hann hefur lent í áður.

Giga Chikadze náði ekki vigt

Giga Chikadze náði ekki þyngd í fyrsta skipti á UFC-ferli sínum fyrir bardaga sinn í nótt, en hann segir að það hafi í raun ekki verið sér að kenna og telur það ekki vera stórt vandamál.

Chikadze, sem hafði áður alltaf náð þyngd í öllum 10 UFC-bardögum sínum, stefnir á að ná sér á strik eftir erfiðan ósigur gegn Arnold Allen á UFC 304. Hann mætir David Onama, sem er á þriggja bardaga sigurgöngu. Sigur væri afar mikilvægur fyrir Chikadze til að endurheimta skriðþunga sinn í fjaðurvigtarflokki.

Chikadze hafði verið að klifra hratt upp frægðastigann með sigrum á bardagamönnum eins og Edson Barboza og Cub Swanson, en það hægðist á honum eftir einhliða tap gegn Calvin Kattar og löngu tímabili á hliðarlínunni.

Þó að Chikadze hafi ekki náð þyngd í þetta skipti, útskýrði hann fyrir Inside Fighting að hann hafi aðeins verið örlítið yfir mörkum og kenndi mistökum um. Hann sagðist hafa talið sig vera í réttri þyngd áður en hann steig á hina einu sönnu vigt.

Engu að síður var hann sektaður um 20% af laununum sínum, sem renna til andstæðings hans, en bardaginn mun samt fara fram eins og áætlað var.

“I thought I did everything so when I made the weight in my scale, it was like pretty much I did all healthy, I didn’t hurt myself and then I was already there ready and loaded with all the electrolytes and I was like, you know, we did it. I don’t think it was my mistake but you know, sometimes things like that happen. Never happened in my life but I guess first time and it’s not something that was major, missed weight or something. It’s all good. I feel like 0.7 pounds is no big difference there.”

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið