Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeBoxViktor Zoega Icebox Champion

Viktor Zoega Icebox Champion

Icebox var haldið í gær, stærra og flottara en nokkru sinni fyrr, þar sem Viktor Zoega var krýndur Icebox Champion. Það voru 10 bardagar á dagskrá, 5 af þeim Ísland vs. Noregur, halftime show frá Gísla Pálma og fjöldinn allur af öðrum tónlistaratriðum sem gengu inn með boxurunum á aðal kortinu.

Íslenski landsliðshópurinn sigraði 3 af 5 bardögum gegn Noregi og voru töpin tvö rosalega tæp. Benedikt Gylfi átti rosalegan og hnífjafnan bardaga, sem og Erika Nótt, en þau þurftu bæði að sætta sig við tap í þetta skipti en það er auðvitað gífurlega mikil reynsla sem fæst í hvert skipti sem farið er í svo krefjandi landsliðsverkefni. Nóel Freyr sigraði sinn bardaga á klofinni dómaraákvörðun sem kom honum og mörgum öðrum á óvart þar sem munurinn milli hans og andstæðingsins virtist meiri en svo. Nóel átti alveg frábæra frammistöðu og sýndi hversu stórt stökk hann er búinn að taka fram á við undanfarin misseri.

Í síðustu tveimur bardögunum sýndu Viktor Zoega og Elmar Gauti algjörar meistara frammistöður með sannfærandi sigrum og voru báðir nálægt því að ganga frá andstæðingum sínum sem lifðu þó af til enda en rétt naumlega. Viktor Zoega var valinn Icebox champion en þann mikla heiður hlaut Elmar Gauti á síðasta Icebox viðburði.

Brot úr bardaga Viktors Zoega gegn Magnus Severin Nygard

Kvöldið byrjaði með sigri Artem Siurkov á Seyam Omar, þar á eftir sigraði Mihail Fedorets Sölva Stein. Báðir þessir bardagar voru mjög jafnir eins og flestir bardagarnir á prelims kortinu en 4 af 5 enduðu á klofinni dómaraákvörðun. Það var aðeins viðureign Gabríel Marínós gegn Kristófer Deyemo sem endaði með einróma ákvörðun en talið var yfir Kristófer einu sinni í hverri lotu þó sumum hafi þótt einhverjar af talningunum skrítnar. Þeir tveir mættust einnig á síðasta Icebox viðburði þar sem Gabríel sigraði á klofinni dómaraákvörðun en sigur hans var meira sannfærandi í þetta skiptið þó Kristófer hafi vissulega gefið honum góða mótspyrnu og átt sín augnablik í bardaganum.

William Thor og Erick Salinas áttust við í þriðja skipti í þriðja bardaga kvöldsins sem endaði með klofinni dómaraákvörðun sem fór í horn Williams Thors. Mjög jafn bardagi sem hefði hæglega getað farið í báðar áttir. Alexander Puchkov og Ronnrick Cruz mættust svo í loka bardaga prelims kortsins sem endaði einnig á klofinni dómaraákvörðun og var það enn einn bardaginn sem endaði á þann hátt og hefði vel getað farið í báðar áttir. Það er greinilegt að mótshaldarinn Davíð Rúnar Bjarnason matchaði þessar viðureignir einstaklega vel upp.

Rúmlega 2.200 manns voru á svæðinu og var viðburðurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimmta Lotan og MMA Fréttir voru að sjálfsögðu á svæðinu og tóku viðtöl við sigurvegara sem verða birt á instagram síðu Fimmtu Lotunnar von bráðar.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular