Viktoría Berg Einarsdóttir hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri HNÍ, hlutverki sem hún hefur gengt síðan 2020 með góðum árangi. Viktoría heldur út til Danmerkur í áframhaldandi nám.
Yfirlýsingu HNÍ má lesa hér:
Viktoría Berg Einarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri Hnefaleikasambands Íslands. Viktoría hefur starfað sem framkvæmdarstjóri síðan 2020 en ljóst má þykja að mikill sökunuður fylgi brottför hennar úr starfinu. Við starfi hennar tekur fyrrum framkvæmdarstjóri sem mun sinna því starfi í samráði við sitjandi stjórn.
Á meðan hún sinnti starfi framkvæmdarstjóra fór Viktoría mikinn í sínu starfi. Hún sinnti daglegum rekstri Hnefaleikasambands Íslands, auk annarra verkefna, samhliða BS námi við Háskóla Íslands í Viðskiptafræði. Nýverið lauk hún því námi en fyriráætlanir Viktoríu eru að eigin sögn að fara í framhaldsnám erlendis.
Viktoría var einnig keppandi á meðan að hún sinnti starfi framkvæmdarstjóra en hún ferðaðist erlendis þar sem hún keppti í hnefaleikum.
Þá vill stjórn Hnefaleikasambands Íslands þakka Viktoríu einlæglega fyrir frábært samstarf en hún á bersýnilega framtíðina fyrir sér sama hvað hún mun koma til með að taka sér fyrir hendur.