Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeInnlentArons Franz tilbúinn í slaginn eftir góðan undirbúning

Arons Franz tilbúinn í slaginn eftir góðan undirbúning

Aron Franz mun mæta Rafal Barnus (4-3) á Golden Ticket 24 á Laugardaginn næsta. Aron Franz (2-3) hefur keppt fjórum sinnum á Golden Ticket Fight Promotions, en síðast þurfti Aron að sætta sig við tap gegn Cheikh Mane (5-2) sem hann segir að hafi verið lærdómsríkt og hefur hann nýtt síðastliðið hálfa árið í að greina bardagan, það sem hann gerði rangt og hvernig best sé að bæta sinn leik.

Andstæðingur Arons, Rafal Barnus, er pólskur strákur sem Arons segir villtan bardagamann. Rafal er óneitanlega reynslumeiri en Aron, mjög efnilegur bardagamaður og spennandi andstæðingur.

Streymi á viðburðinn kostar 12.5 pund og er hægt að nálgast hér: https://livemma.co.uk/events/gtfp-24/

Aron Franz gaf sér tíma í stutt viðtal sem lesa má hér að neðan:

Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?

Bara mjög vel sko. Erum búnir að vera pusha okkur vel í þessu campi, sparra 5 min lotur og æfa með prós og eitthvað. Og já Gunni er búinn að vera koma inn og berja okkur og svona…

Allt eins og það á að vera?

Allt eins og það á að vera.

Hver er andstæðingurinn þinn um helgina?

Ég man ekkert hvað nafnið hans er. En hann er pólskur, frekar villtur og … já planið er að taka minn tima og out pace-a hann og láta hann kýla loft.

Nú þurftir þú að sætta þig við frekar svekkjandi tap síðast gegn Cheikh Mane, hvernig gékk þér að gera upp þann bardaga. Það var augnpot og allskonar leiðindi þar?

Það… Í raun og veru finnur maður bara fyrir tilfinningunum í momentinu. En þetta var ekki minn besti dagur og það var bara þannig. Ég analyse-aði bara það sem ég þurfti að laga og ég hafði allt sumarið og meiri partinn af þessum vetri til að laga það. Þannig að það hefur verið strórt thing að laga allt sem ég gerði vitlaust þá.

Nú ert þú búinn að fara oft til Wolverhampton, er þetta farið að vera eins og heimavöllur?

Þússt… já. Ég er ekkert rosalega hrifinn af Wolverhampton. Þetta er svoltill skítabær. En ég er bara spenntur að klára cut-a weight, fighta og drulla mér heim.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular