Akureyringurinn skrautlegi, Vilhjálmur Arnarsson a.k.a. Villi Turtle, heldur út til Manchester í maí þar sem hans bíður superfight gegn Shane Curtis í Nogi BJJ. Keppnin verður haldin 19. maí í The Hideout Arena og mun skarta mörgum af efnilegustu glímumönnum Bretlands.
Villi byrjaði að æfa MMA á Akureyri 2017 en með tímanum fór hann að einbeita sér meira að glímunni og hóf glímuferilinn sinn almennilega árið 2021 og keppir núna mjög reglulega. Hann er með 11 ára keppnisreynslu og hefur unnið Mjölnir Open, Grettismótið, Unbrokenmótið og Íslandsmeistaramótið. Næst á dagskrá hjá Villa er auðvitað Gorilla Invitationals, ADCC Trials í Póllandi og IBJJF Europe.
Þetta verður í sjöunda skipti sem Gorilla Invitationals er haldið en þarna hafa menn á borð við Jed Hue, Mark Macqueen og fleiri keppt. Villi keppir þarna í fyrsta skipti og fær 125€ greitt fyrir að taka þátt. Það verður hins vegar ekki keppt upp á belti eða sérstakan titil á þessu móti. Villi hefur áður keppt á móti Shane Curtis en okkar maður vann þá glímu á stigum.
Þó að Villi æfi út um allt land og sé velkominn alls staðar mun hann keppa fyrir hönd Manto og Mjölnis, þar sem hann æfir allra mest.
Hægt verður að fylgjast með Villa í gegnum Pay Per View og munum við finna meiri upplýsingar um það á keppnisdegi.