Sá næsti til þess að skora á Cain Velasquez fyrir UFC þungavigtar beltið mun líklegast vera Fabricio „Vai Cavalo“ Werdum. Werdum sem er á þriggja bardaga sigurgöngu innan UFC hefur gefið það út að ef hann nær Velasquez í lás þá muni hann hætta í MMA um leið. Hann myndi ekki verja beltið sitt en það skiptir kannski ekki öllu máli þegar þú hefur náð að stoppa Fedor Emelianenko, Antonio Rodrigo Nogueira og Cain Velasquez með uppgjöf. Þú hefur kannski ekki mikið meira að sanna.
„Bardaginn fer fram í Febrúar eða Mars og ég mun læra vel inná Velasquez. Ég mun æfa mikið. Ég sá viðtal þar sem hann sagðist hafa mikla virðingu fyrir mér, að ég sé frábær meistari og ég get sagt það sama um hann. Þetta verður frábær bardagi. Ég sé þetta fyrir mér. Ég mun æfa mikið fyrir bardagann en ímyndið ykkur ef ég væri eini maðurinn sem hefði náð að klára Fedor, „Minotauro“ og Velasquez þá myndi ég hætta og vinna aðeins sem lýsandi“
Werdum á erfitt verkefni fyrir höndum en Velasquez hefur aðeins tapað einu sinni og það var eftir tæknilegt rothöggi.