spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxYngstur til að fá gullið og stefnir á HM

Yngstur til að fá gullið og stefnir á HM

Það er gaman að segja frá því að ungstyrnið Viktor Hrafn braut blað í sögu íslenskra hnefaleika um helgina. Viktor er yngsti keppandi sögunnar til þess að fá gull viðurkenningu á diplómamóti, aðeins 11 ára gamall

Diplómamót eru haldin til þess að prófa kunnáttu keppanda í hnefaleikum. Dómarar meta keppandann eftir þremur atriðum þ.e. fótavinnu, vörn og höggum. En það er bannað að setja of mikinn kraft í höggin sín, á þessum mótum er einungis verið að leita eftir tæknilegri getu. 

Áður en gull verðlaunin eru veitt er að sjálfsögðu gefin út brons- og silfurverðlaun, en stigin og getustigið sem keppandinn þarf að sýna stigmagnast eftir því hvort hann sé kominn með brons eða silfur. 

Viktor keppti sinn fyrsta bardaga í nóvember 2022 og hefur síðan þá barist 18 sinnum í heildina, en 16 bardagar væri algjört lágmark til þess að hreppa gullið. Miðað við þann árangur má eiga von á hrikalega tæknilegum og flottum hnefaleikamanni í framtíðinni. Viktor segist stefna langt í hnefaleikum og ætlar sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn og vill svo á HM.  

Viktor ” Tortímandinn” Ólafsson gaf sér tíma í stutt spjall eftir bardagann sinn.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular