spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentYonatan Francisco fékk óvæntan titilbardaga!

Yonatan Francisco fékk óvæntan titilbardaga!

Yonatan Francisco keppir á Caged Steel 36 næsta laugardag, 22. Júní. Yonatan fékk óvænt nýjan andstæðing stuttu fyrir keppni og mun hann mæta Sabir Hussein upp á Caged Steel bantamweight beltið.

Sabir Hussein (4-2) er búsettur á englandi og er reynslu mikill keppandi. Hann barðist sinn fyrsta skráða bardaga 2017 og setti saman þriggja bardaga sigurgöngu í kjölfarið. Sabir barðist síðast í nóvember í fyrra og tapaði þá gegn Bobby Chikavhu með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Þær fregnir bárust rúmri viku fyrir upprunalega bardagann að andstæðingurinn hans Yonatan hafði dregið sig úr bardaganum og við tók stutt óvissuástand um hvort að Yonatan myndi fá að berjast. Fjórum dögum seinna fannst svo nýr andstæðingur.

Það stóð til að Yonatan myndi berjast í fjaðurvigtinni, en hann neyðist til að fara niður um flokk og þarf þar af leiðandi að losa auka 3 kiló í það minnsta. Vigtunin og bardaginn verður samdægurs. Bardaginn verður upp á Caged Steel bantamweight beltið sem er laust eins og er. Verkefni helgarinnar er því skýrt – skera niður auka þyngd, sigra reynslu meiri andstæðing og taka beltið heim!

Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Minigarðinum 22. Júní. En alls munu fjórir keppendur frá Reykjavík MMA berjast á þessu kvöldi. Facebook linkur: https://www.facebook.com/events/7901251856561510

Yonatan er vel undirbúinn fyrir bardagann. Leiðin að búrinu var gefin út í fyrsta skipti á Instagram í dag, Yonatan Francisco er gestur þáttarins. Sjá hér:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular