Fyrrum UFC bardagamaðurinn Nate Quarry tók hanskana af hillunni um helgina þegar hann mætti Jake ‘The Snake’ Beckmann í góðgerðarbardaga.
Jake Beckmann er með Downs heilkenni og hefur mikið dálæti á MMA. Hann hefur æft íþróttina í fjögur ár og tók sinn fyrsta bardaga um helgina. Quarry lagði hanskana á hilluna árið 2010 en hann barðist tíu bardaga í UFC.
Beckmann tókst að ná Quarry í uppgjafartak í 2. lotu og fór með sigur af hólmi. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023