Nýtt ár er gengið í garð og því munum við á næstu dögum rifja upp síðasta ár. Við byrjum á að skoða bestu uppgjafartök ársins.
Það var af nógu að velja líkt og vanalega og hefði listinn auðveldlega geta orðið lengri.
10. Sarah Moras gegn Ashlee Evans-Smith (UFC 215, 9. september 2017) – Armbar
Sarah Moras náði þessum glæsilega armlás á UFC 215 í haust. Evans-Smith var of sein að tappa út og skaddaðist olnboginn fyrir vikið. Tæknilega flottur armlás hjá Moras.
Sarah Moras w/ beautiful armbar win over Ashlee Evans-Smith. OUCH. Your arm isn’t supposed to bend that way. #UFC215 https://t.co/lWDvmI4A9D
— Josh Sánchez (@jnsanchez) September 10, 2017
9. Suman Mokhtarian gegn Wajan Kiew-On (Hex Fight Series 9, 23. júni 2017) – Teepee
Það voru nokkur athyglisverð uppgjafartök utan stóru bardagasamtakanna á þessu ári. Í Ástralíu náði Suman Mokhtarian ansi athyglisverðri hengingu. Suman tókst að læsa „triangle“ hengingu en skipti yfir í „teepee“ þar sem hann læsir höndunum fyrir aftan fæturnar sínar.
8. Ovince St. Preux gegn Yushin Okami (UFC Fight Night: Saint Preux vs. Okami, 23. september 2017) – Von Flue henging
Ovince St. Preux er með þrjá sigra í UFC eftir Von Flue hengingu en aðeins fimm sinnum hefur mönnum tekist að klára bardaga með þessari hengingu í UFC. Hengingin er nefnd í höfuðið á Jason Von Flue en réttast væri að breyta nafninu í Von Preux hengingu. St. Preux kláraði tvo bardaga á þessu ári með þessari sjaldgæfu hengingu.
7. Iuri Alcantara gegn Luke Sanders (UFC 209, 4. mars 2017) – Kneebar
Luke Sanders var hreinlega að valta yfir Iuri Alcantara er þeir mættust í mars. Í 2. lotu, upp úr engu, tókst Alcantara að ná í kneebar. Sanders var fljótur að tappa út.
6. Diego Brandao gegn Murad Machaev (Fight Nights Global 58, 28. janúar 2017) – Armbar
Diego Brandao átti skrautlegt ár í Fight Nights Global í Rússlandi. Hann byrjaði þó árið með þessum geggjaða armlás í 2. lotu.
Diego Brandao submits Murad Machaev via helicopter armbar pic.twitter.com/PukG6tWlRm
— Streetfight Bancho (@streetfitebanch) January 28, 2017
5. Brett Johns gegn Joe Soto (TUF Finale, 1. desember 2017) – Calf slicer
Það er ekki oft sem „Calf slicer“ sést í UFC. Það tók Brett Johns aðeins 30 sekúndur að klára Joe Soto með þessu sjaldgæfa uppgjafartaki.
CALF SLICER! Brett Johns pulls off an incredible submission vs. Joe Soto to kick off the #TUFFinale! https://t.co/xvnqiew1XQ
— FOX Sports: UFC (@UFCONFOX) December 2, 2017
4. Gunnar Nelson gegn Alan Jouban (UFC Fight Night: Manuwa vs. Anderson, 18. mars 2017) – Guillotine
Sigur Gunnars Nelson á Alan Jouban í mars var magnaður. Hann byrjaði á að nánast rota Alan Jouban og í stað þess að klára hann með höggum fór hann í fallega „guillotine“ hengingu. Þetta var afar snyrtilega gert hjá Gunnari.
?? @GunniNelson rocks Jouban & gets the submission win!! What a performance!! #UFCLondon #UFCFightPass pic.twitter.com/cSuOSqk7rd
— UFC (@ufc) March 18, 2017
3. Brian Ortega gegn Cub Swanson (UFC Fight Night: Swanson vs. Ortega, 9. desember 2017) – Guillotine
Brian Ortega átti flott ár og kláraði báða bardaga sína á árinu með „Guillotine“ hengingu. Seinni sigurinn var glæsilegri og gegn sterkari mótherja. Ortega tókst að hanga á hálsi Swanson og læsti hengingunni vel. Fagmannlega gert hjá Ortega.
UFC FRESNO: Brian Ortega def. Cub Swanson via submission (guillotine choke) at 3:22 of R2#ufcfresno #ufc #mma#BrianOrtega #CubSwanson #submission #guillotinechoke pic.twitter.com/SF0IP4BVdN
— FIGHTYON (@fightyon) December 10, 2017
2. Jonno Mears gegn Aaron Jones (FCC – Full Contact Contender 19, 30. september 2017) – Boston Crab
Þetta var eitt óvenjulegasta uppgjafartak ársins. Jonno Mears náðu svo kölluðum Boston Krabba í haust en þetta er uppgjafartak sem hefur aðallega sést í fjölbragðaglímunni.
1. Demetrious Johnson gegn Ray Borg (UFC 2016 – 7. október 2017) – Armbar
Það voru mörg glæsileg uppgjafartök á árinu en auðvelt að velja það besta. Þessi armlás hjá DJ er ótrúlegur. Að taka svona lás í loftinu í 5. lotu í titilbardaga í UFC er hreinlega magnað. Án nokkurs vafa uppgjafartak ársins.
i’ve watched demetrious johnson suplex ray borg into an armbar like fifty times and still don’t understand how he did that pic.twitter.com/DLiLJPmwpQ
— Patrick Cosmos (@veryimportant) October 14, 2017