spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2017: Bestu uppgjafartök ársins

2017: Bestu uppgjafartök ársins

Nýtt ár er gengið í garð og því munum við á næstu dögum rifja upp síðasta ár. Við byrjum á að skoða bestu uppgjafartök ársins.

Það var af nógu að velja líkt og vanalega og hefði listinn auðveldlega geta orðið lengri.

10. Sarah Moras gegn Ashlee Evans-Smith (UFC 215, 9. september 2017) – Armbar

Sarah Moras náði þessum glæsilega armlás á UFC 215 í haust. Evans-Smith var of sein að tappa út og skaddaðist olnboginn fyrir vikið. Tæknilega flottur armlás hjá Moras.

9. Suman Mokhtarian gegn Wajan Kiew-On (Hex Fight Series 9, 23. júni 2017) – Teepee

Það voru nokkur athyglisverð uppgjafartök utan stóru bardagasamtakanna á þessu ári. Í Ástralíu náði Suman Mokhtarian ansi athyglisverðri hengingu. Suman tókst að læsa „triangle“ hengingu en skipti yfir í „teepee“ þar sem hann læsir höndunum fyrir aftan fæturnar sínar.

8. Ovince St. Preux gegn Yushin Okami (UFC Fight Night: Saint Preux vs. Okami, 23. september 2017) – Von Flue henging

Ovince St. Preux er með þrjá sigra í UFC eftir Von Flue hengingu en aðeins fimm sinnum hefur mönnum tekist að klára bardaga með þessari hengingu í UFC. Hengingin er nefnd í höfuðið á Jason Von Flue en réttast væri að breyta nafninu í Von Preux hengingu. St. Preux kláraði tvo bardaga á þessu ári með þessari sjaldgæfu hengingu.

7. Iuri Alcantara gegn Luke Sanders (UFC 209, 4. mars 2017) – Kneebar

Luke Sanders var hreinlega að valta yfir Iuri Alcantara er þeir mættust í mars. Í 2. lotu, upp úr engu, tókst Alcantara að ná í kneebar. Sanders var fljótur að tappa út.

6. Diego Brandao gegn Murad Machaev (Fight Nights Global 58, 28. janúar 2017) – Armbar

Diego Brandao átti skrautlegt ár í Fight Nights Global í Rússlandi. Hann byrjaði þó árið með þessum geggjaða armlás í 2. lotu.

5. Brett Johns gegn Joe Soto (TUF Finale, 1. desember 2017) – Calf slicer

Það er ekki oft sem „Calf slicer“ sést í UFC. Það tók Brett Johns aðeins 30 sekúndur að klára Joe Soto með þessu sjaldgæfa uppgjafartaki.

4. Gunnar Nelson gegn Alan Jouban (UFC Fight Night: Manuwa vs. Anderson, 18. mars 2017) – Guillotine

Sigur Gunnars Nelson á Alan Jouban í mars var magnaður. Hann byrjaði á að nánast rota Alan Jouban og í stað þess að klára hann með höggum fór hann í fallega „guillotine“ hengingu. Þetta var afar snyrtilega gert hjá Gunnari.

3. Brian Ortega gegn Cub Swanson (UFC Fight Night: Swanson vs. Ortega, 9. desember 2017) – Guillotine

Brian Ortega átti flott ár og kláraði báða bardaga sína á árinu með „Guillotine“ hengingu. Seinni sigurinn var glæsilegri og gegn sterkari mótherja. Ortega tókst að hanga á hálsi Swanson og læsti hengingunni vel. Fagmannlega gert hjá Ortega.

2. Jonno Mears gegn Aaron Jones (FCC – Full Contact Contender 19, 30. september 2017) – Boston Crab

Þetta var eitt óvenjulegasta uppgjafartak ársins. Jonno Mears náðu svo kölluðum Boston Krabba í haust en þetta er uppgjafartak sem hefur aðallega sést í fjölbragðaglímunni.

1. Demetrious Johnson gegn Ray Borg (UFC 2016 – 7. október 2017) – Armbar

Það voru mörg glæsileg uppgjafartök á árinu en auðvelt að velja það besta. Þessi armlás hjá DJ er ótrúlegur. Að taka svona lás í loftinu í 5. lotu í titilbardaga í UFC er hreinlega magnað. Án nokkurs vafa uppgjafartak ársins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular