Friday, March 29, 2024
HomeErlentFjórir bardagamenn sagðir of þungir þegar þeir börðust síðast

Fjórir bardagamenn sagðir of þungir þegar þeir börðust síðast

Íþróttasamband Kaliforníu tók í gildi nýjar vigtunarreglur í fyrra. Á síðsta bardagakvöldi UFC í Kaliforníu voru fjórir bardagamenn of þungir þegar þeir kepptu að mati íþróttasambandsins í Kaliforníu.

Í júlí í fyrra tóku í gildi nýjar vigtunarreglur hjá íþróttasambandi Kaliforníu ríkis, CSAC. Bardagamenn eru því vigtaðir daginn fyrir bardagann, líkt og gengur og gerist í öðrum ríkjum, en eru einnig vigtaðir á keppnisdag.

Sjá einnig: Nýjar vigtunarreglur í Kaliforníu

UFC hélt sitt annað bardagakvöld í Kaliforníu eftir að nýju reglurnar tóku gildi. Bardagakvöldið fór fram í Fresno í desember en fyrsta bardagakvöldið var UFC 214 í sumar.

Þeir Marlon Moraes, Iuri Alcantara, Davi Ramos og Luke Sanders börðust allir á UFC bardagakvöldinu í Fresno og höfðu allir bætt á sig meira en 10% af líkamsþyngd sinni frá vigtuninni deginum áður. Þar með mun CSAC mæla með því að þeir fari upp um flokk nema ítarleg læknisskoðun leiði annað í ljós en þetta kemur fram á vef MMA Fighting.

Moraes keppir í 135 punda bantamvigt en hann reyndist vera 155 pund daginn sem hann barðist (14,5% þyngdaraukning). Svipaða þyngdaraukningu mátti sjá hjá þeim Luke Sanders og Iuri Alcantara.  Davi Ramos bætti mestu á sig en hann fór frá 155,8 pundum í 179 pund daginn eftir eða 15% þyngdaraukning.

Fyrr á þessu ári mælti CSAC með að léttvigtarmaðurinn Drew Dober færi upp í veltivigt eftir að hafa bætt á sig 18% af líkamsþyngd sinni á sólarhring fyrir bardaga hans á UFC 214. Dober hefur ekkert barist síðan þá.

Sjá einnig: Drew Dober skipað að fara upp um flokk

CSAC er eina fylkið sem er með þessar reglur og verður áhugavert að sjá hvort bardagamennirnir fá að keppa aftur í sama þyngdarflokki þó þeir keppi í öðrum fylkjum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular