Það er alltaf gaman að sjá glæsileg uppgjafartök og fengum við nokkur slík á síðasta ári. Hér eru fimm bestu að okkar mati.
5. Jack Hermansson gegn David Branch (UFC on ESPN 2, 30. mars)
Jack Hermansson byrjaði árið vel með sigri gegn David Branch í mars. Hermansson kláraði Branch með glæsilegri hengingu snemma í 1. lotu. Branch er svart belti í brasilísku jiu-jitsu en var gripinn í landhelgi af Hermansson.
4. Brent Primus gegn Tim Wilde (Bellator Birmingham, 4. maí)
Brent Primus var helst þekktastur fyrir að hafa óvænt sigrað Michael Chandler um léttvigtartitilinn í Bellator. Hann náði síðan ansi sjaldgæfu uppgjafartaki þegar hann kláraði Tim Wilde með gogoplata í 1. lotu! Wilde er svo sem ekki stórt nafn en það er alltaf gaman að sjá gogoplata í MMA.
It’s not every day you see a gogoplata, but @brentprimus155 delivered the goods (via @BellatorMMA) pic.twitter.com/3LxGbId3ye
— ESPN MMA (@espnmma) May 5, 2019
3. Aviv Gozali gegn Eduard Muravitskiy (Bellator 225, 24. ágúst)
Ekki tveir af þekktustu gæjunum en þetta var samt ótrúlega vel gert hjá Aviv Gozali á heimavelli. Andstæðingurinn mjög slappur en þetta var samt frekar nett.
2. Demian Maia gegn Ben Askren (UFC Fight Night: Maia vs. Askren, 26. október)
Það var algjör glímuveisla þegar þeir Ben Askren og Demian Maia fóru í gólfið í bardaga þeirra í október. Skemmtilegar stöðubaráttur hjá ólíkum glímuköppum. Maia hengdi Askren í 3. lotu og var það gríðarlega vel gert hjá honum gegn sterkum glímumanni.
1. Bryce Mitchell gegn Matt Sayles (UFC on ESPN 7, 7. desember)
Það eru allir sammála um að þetta sé uppgjafartak ársins. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu UFC sem einhver nær Twister en Chan Sung Jung (The Korean Zombie) var sá fyrsti til að ná uppgjafartakinu í UFC árið 2011. Vel gert hjá Mitchell sem er ansi litríkur karakter.
Your 2019 Helwani Nose Awards winner for Submission of the Year is @ThugnastyMMA, who locked up only the second Twister in UFC history (via @arielhelwani) pic.twitter.com/5XiSmuI0pX
— ESPN MMA (@espnmma) January 6, 2020