0

John Kavanagh telur að Conor klári Cerrone seint

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, telur að Conor muni klára Donald Cerrone seint í bardaga þeirra. Conor snýr aftur í búrið eftir langa fjarveru þegar hann mætir Donald Cerrone þann 18. janúar.

Bardagi Conor McGregor og Donald ‘Cowboy’ Cerrone fer fram í veltivigt. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 246 og verður þetta því fimm lotu bardagi.

John Kavanagh telur að bardaginn muni ekki klárast skjótt. „Ég held að þetta klárist í meistaralotunum [4. og 5. lota]. Þannig er hugarfarið mitt núna svo verið tilbúin í það. Ég get auðvitað séð hann klára hann á nokkrum sekúndum en þetta er í þyngri flokki svo ég held að þetta klárist í seinni lotunum,“ segir Kavanagh við MacLife.

Conor er þekktur fyrir að klára bardaga sína snemma en allir sjö sigrarnir hans eftir rothögg í UFC komu í 1. eða 2. lotu.

Kavanagh segir einnig að Conor fái að stjórna æfingabúðunum eftir sínu höfði sem er athyglisvert.

„Miðað við bardagagreind Conor og skilning hans á leiknum þá snúast æfingabúðirnar um að flækjast ekki fyrir honum. Að skapa umhverfi þar sem hann fær mismunandi áskoranir og styðja hann. Hvar hann vill að æfingabúðirnar fari fram, hlusta á hann þegar vill setja meiri ákafa í æfinguna eða hægja aðeins á þessu.“

„Þetta eru ekki bara við þjálfararnir að setja saman leikáætlun og segja Conor frá planinu. Conor veit meira um bardaga heldur en við allir til samans.“

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.