UFC ætlar að fara á fullt í maí! Dagskráin hefst 9. maí og fara fyrstu bardagakvöldin fram í Flórída.
Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær áform UFC næstu vikurnar. UFC 249 fer fram þann 9. maí en það verður fyrsta bardagakvöld UFC síðan þann 14. mars. UFC verður síðan með bardagakvöld miðvikudaginn 13. maí, laugardaginn 16. maí og laugardaginn 23. maí.
Dana White says the UFC will put on three events in eight days, starting with #UFC249 on May 9, and continuing with fight cards on May 13 and 16.
— ESPN MMA (@espnmma) April 25, 2020
(via @bokamotoESPN) pic.twitter.com/aUblng4YxV
Öll bardagakvöldin verða í VyStar Veterans Memorial Arena í Jacksonville, Flórída án áhorfenda. Á þessum bardagakvöldum verða bara bardagamenn sem eru staðsettir í Bandaríkjunum. UFC hefur fengið grænt ljós frá ríkisstjóra Flórída til að halda bardagakvöldin sín þar.
UFC hefur tryggt sér einkaeyju til að hýsa bardaga fyrir þá sem geta ekki ferðast til Bandaríkjanna. Bardagaeyjan eins og hún er kölluð, verður tilbúin í júní að sögn Dana White.
Tony Ferguson og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins um bráðabirgðartitilinn í léttvigt. Henry Cejudo og Dominick Cruz mætast um bantamvigtartitilinn en staðfesta bardaga má sjá hér að neðan.