spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Kay Hansen

Á uppleið: Kay Hansen

Það eru alltaf áhugaverðir nýliðar á hverju bardagakvöldi. Einn áhugaverðasti nýliði helgarinnar er Kay Hansen.

Aldur: 21 árs
Bardagaskor: 7-3
Rothögg: 2
Uppgjafartök: 4
Stærsti sigur: Jinh Yu Frey

Kay Hansen mætir nýliðanum Cory McKenna á UFC bardagakvöldi helgarinnar. Þær eru báðar fæddar árið 1999 þannig að samanlagður aldur þeirra er lægri en aldur Anderson Silva sem var í aðalbardaganum um þar seinustu helgi.

Áður en Hansen byrjaði í MMA spilaði hún hafnarbolta og var líkleg til að fá skólastyrk til að komast í einn af bestu skólum Bandaríkjanna. Þar taldi hún Harvard vera líklegastan og var búin að tala við þjálfarann þar sem leist vel á hana. Þetta hætti hún þó við þegar hún varð ástfanginn af MMA eftir að hafa séð Ronda Rousey vinna Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldinu árið 2015.

Mánuði eftir að hún varð 18 ára tók hún sinn fyrsta áhugamannabardaga í MMA og vann með tæknilegu rothöggi eftir tæplega tvær mínútur. Þetta varð eini áhugamannabardaginn hennar og stuttu seinna barðist hún í Invicta og þá sem atvinnumaður aðeins 18 ára gömul. Þann bardaga vann hún með uppgjafartaki í fyrstu lotu og varð þá sú yngsta til að vinna bardaga í Invicta.

Næstu árin hélt hún áfram að berjast hjá Invicta en eftir tvo sigra í röð fékk hún samningsboð frá UFC þrátt fyrir að vera aðeins með bardagaskorið 6-3. Á þessum tíma tók hún einnig fimm atvinnubardaga í hnefaleikum en tókst aðeins að vinna einn af þeim.

Fyrsti bardagi Hansen í UFC var á móti Jinh Yu Frey sem er fyrrum Invicta meistari og 15 árum eldri en Hansen. Frey byrjaði bardagann betur og vann líklega fyrstu lotuna með því að lenda fleiri höggum standandi. Síðan náði Hansen henni niður í annarri lotu og leit aldrei til baka. Hansen kláraði síðan bardagann með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Bardagastíll

Hansen er með fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Þrátt fyrir að grunnurinn hennar og sterkasta hlið sé glíman eru hún alls ekkert léleg standandi. Hún er með reynslu úr boxi eins og áður hefur komið fram en í flestum bardögum ætti markmiðið hennar að vera að ná anstæðingnum í gólfið.

Hversu langt getur hún náð?

Ég er alveg viss um að Hansen getur náð langt en ég hef áhyggjur af því hvað hún er komin snemma í UFC. Flestir sem komast í UFC á hennar aldri hafa alist upp í kringum bardagaíþróttir og stundað þær frá unga aldri en Hansen byrjaði bara fyrir nokkrum árum. Hún er þó að bæta sig hratt og hefur mikinn metnað. Það kæmi mér alls ekki að óvart ef hún verður í titilmyndinni eftir nokkur ár en einnig er hægt að brenna sig á því að mæta svona snemma í UFC. Tækifærið fyrir hana er klárlega til staðar en það veltur mikið á því hvort að UFC muni taka sinn tíma í að byggja hana upp eða hendi henni í úlfana ef hún vinnur þrjá í röð.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular