spot_img
Friday, December 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAddi Bjarna mætir efnilegum Norðmanni

Addi Bjarna mætir efnilegum Norðmanni

Glacier Fight Night, fyrsta bardagakvöld Íslandssögunnar, verður haldið í Andrews Theater þann 15. nóvember næstkomandi. Við megum eiga von á átta bardaga skemmtun í Keflavíkinni þetta kvöld og mun Arnar Bjarnason mæta Norðmanninum Robin Kristiansen í öðrum bardaganum á sínum ferli.

Arnar Bjarnason, betur þekktur sem Addi Bjarna, mun berjast sinn annan bardaga á ferlinum þann 15. nóvember en hann hefur verið örlítið óheppinn með andstæðinga hingað til. Addi var með bardaga á Caged Steel 36 í fyrrasumar en andstæðingurinn hans Adda, Andrew Green, dró sig úr bardaganum rétt áður en viðureignin átti að hefjast. Addi missti þar með tækifæri til að sýna hvað í honum býr á kvöldi sem var annars frábært fyrir strákana í Reykjavík MMA. Þetta sama kvöld tókst Aroni Leó, æfingarfélaga Adda, að rota andstæðinginn sinn á 10 sekúndum. Rothögg sem fór um víðan völl á samfélagsmiðlum.

Addi er í dag þriggja barna faðir og fær hér gullið tækifæri til að nýta sér breytt landslag í bardagasenunni og berjast heima fyrir. Þar sem MMA er núna leyfilegt þarf íslenskt bardagafólk ekki lengur að ferðast til útlanda í nokkra daga og eiga svo í hættu á að missa andstæðinginn sinn á síðustu stundu og fá þar af leiðandi ekkert fyrir sitt ferðalag og erfiði.

Addi Bjarna er með einn sigur og ekkert tap á bardagaskránni sinni. Hann mætir ágætlega reyndum andstæðing, Robin Kristiansen, sem hefur barist að minnsta kosti tvisvar. Hlekkir á bardagana hans Robin eru hér fyrir neðan.

Robin er hávaxinn, með langan faðm og almennt séð góða líkamsbyggingu fyrir MMA. Bardaganum milli Adda og Robin má stilla upp sem striker vs. grappler viðureign en Robin er góður striker sem leiðir mikið með vinstri hendinni sinni og notar hana til að búa til vinkla og setja upp hægri hendina sína. Hann er með virkilega langt framspark og líður honum best að berjast með mikla fjarlægð milli sín og andstæðingsins síns.

Arnar Bjarnason er með fjólublátt belti í Brazilian Jiu Jitsu og er virkilega fær glímumaður, hann gæti fundið leiðina til sigurs í gegnum glímuna. Við megum búast við því að ef Addi nær Robin í gólfið þá tekst Robin ólíklega að standa upp aftur.

Viðureignin milli Arnars og Robin er ein af fjórum viðureignum þar sem keppandi frá Reykjavík MMA mætir keppanda frá Evolve Academy í Þrándheimi. Skemmtileg keppni þar á milli þessara tveggja klúbba en aðalbardagi kvöldsins er einmitt frændaslagur milli klúbbanna.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið