Fyrrverandi millivigtarmeistarinn Israel Adesanya barðist síðast í febrúar þegar hann mætti og tapaði fyrir Nassourdine Imavov og var það þriðji bardaginn í röð sem hann tapaði. Taphrinan byrjaði á tapinu gegn Sean Strickland í september 2023 en Adesanya hefur núna sagt að hann vilji mæta Strickland aftur og hefna fyrir tapið.
Strickland tók millivigtartitilinn af Adesanya þegar þeir mættust í aðalbardaganum á UFC 293 og var Adesanya ólíkur sjálfum sér í þeim bardaga. Adesanya var einn besti millivigtarmeistari í sögu UFC en hann varði titilinn sinn sex sinnum áður en hann missti hann yfir til Alex Pereira. Hann náði honum þó tilbaka með rothöggi á Pereira í endurleik þeirra en missti beltið aftur, í seinna skiptið til Sean Strickland, og hefur ekki haldið á UFC gulli síðan þá.
Myndband af Adesanya og David Goggins birtist nýlega á netinu þar sem Adesanya er að segja Goggins áætlun sína að hefna fyrir tapið gegn Strickland. Hann sagðist hafa lent í miklu einelti þegar hann var lítill og að Strickland hafi ráðast á litla hann. Adesanya vill ná fram hefndum fyrir innra barnið í sér. Hann sagði að Strickland hafi lamið hann í klessu og hann þurfi að ná honum tilbaka.