Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentAf hverju fær Nick Diaz fimm ára bann?

Af hverju fær Nick Diaz fimm ára bann?

nick-diaz2Nick Diaz var í gær dæmdur í fimm ára keppnisbann af íþróttasambandi Nevada fylkis. Dómurinn þykir ansi harður og þá sérstaklega í ljósi nýja refsirammans sem tók gildi þann 1. september.

Eftir bardaga Nick Diaz gegn Anderson Silva þann 31. janúar fannst marijúana í lyfjaprófi hans. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerist sekur um slíkt brot.

Íþróttasamband Nevada fylkis tók upp harðari refsingar gegn lyfjamálum þann 1. september. Stefnan var kynnt í maí en svo virðist sem sambandið sé ekki að fylgja eigin reglum í máli Nick Diaz. Refsiramminn gegn róandi lyfjum er eftirfarandi:

SEDATIVES, MUSCLE RELAXANTS, SLEEP AIDS, ANXIOLYTICS, OPIATES, CANNABIS

First offense — 18 month suspension with 30 to 40% of the purse
Second offense — 2 year suspension with 40 to 50% of the purse
Third offense — 3 year suspension with 60 to 75% of the purse
Fourth offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

Þar sem þetta var þriðja brot Nick Diaz hefði hann átt að fá þriggja ára bann en ekki fimm ára. Diaz þarf einnig að greiða 33% af launum sínum í sekt en ekki 60-75% eins og stendur í reglunum hér að ofan.

Þessi óstöðugleiki í refsingum veldur áhyggjum. Svo virðist sem nefndarmenn íþróttasambandsins hafi haft eitthvað persónulegt gegn Diaz. Nefndinni fannst Diaz ekki sýna reglunum og íþróttasambandinu virðingu í svörum sínum. Diaz neitaði að svara spurningum nefndarinnar og beitti fyrir sér fimmta viðauka stjórnarskrárinnar (e. fifth amendment) sem er réttur hvers einstaklings til að neita að bera vitni gegn sjálfum sér.

Þetta virðist hafa farið í taugarnar á ákveðnum nefndarmönnum sem ítrekað spurðu Diaz spurninga en fengu alltaf sama svarið frá Diaz. Þessi sami nefndarmaður sem spurði Diaz ítrekað spurningar, Pat Lundvall, lagði til að Diaz myndi fá lífstíðarbann frá MMA.

Ef Diaz hefði logið og sagt hafa fengið bláan risdrykk frá náunga í Tælandi til að bæta frammistöðu sína í bólinu, eins og andstæðingur hans Anderson Silva gerði, hefði hann kannski bara fengið þriggja ára bann? Hann hefði kannski getað lofað því að hans næsti bardagi yrði í Las Vegas eins og Vitor Belfort gerði eftir að hann varð uppvís af steranotkun í annað sinn og fengið vægari refsingu. Það hefði kannski bara verið betra að ljúga miðað við þá refsingu sem hann er að fá.

Málið mun eflaust draga dilk á eftir sér og ætlar lögfræðiteymi Diaz svo sannarlega að áfrýja.

Sjálfur hafði Diaz þetta að segja um málið. Og þetta:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular