spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁflog milli Uriah Hall og Mayhem Miller

Áflog milli Uriah Hall og Mayhem Miller

Jason "mayhem" miller heldur áfram að vera til vandræðaJason “mayhem” miller heldur áfram að vera til vandræða

 

Um helgina munaði minnstu að slagur brytist út á milli fyrrverandi UFC-bardagamannsins Jason “Mayhem” Miller og Uriah Hall, sem keppir í millivigt í UFC og tók þátt í 17. seríu af raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter.

Á viðburðinum BAMMA USA’s Badbeat 11 sem fór fram í Commerce í Kaliforníu á laugardag urðu orðaskipti milli þeirra sem enduðu með því að Miller öskraði ítrekað á Hall að hann væri “Bitch ass nigga”. Eðlilega brást Hall ókvæða við og lét hægri handar högg dynja á höku Miller. Það hægði ekki á Miller, en um leið og fyrsta höggið fékk að fljúga voru þeir aðskildir. Hér má sjá myndband af uppákomunni.

Sem betur fer er mjög óalgengt að svona nokkuð komi upp því atvinnubardagamenn eru almennt dagfarsprúðir, en eftir að bardagaferli Miller lauk hefur hann stefnt hraðbyri á botninn með alls kyns óvinsælum uppákomum og meira en lítið furðulegri hegðun. Þetta er það nýjasta í ótrúlega langri runu af vandræðum sem Miller hefur komið sér í.

Samkvæmt vitnum átti Miller upptökin af átökunum og sýndi Hall ítrekað mikla óvirðingu, sem reitti Hall til reiði. Flestir voru sammála að Hall hefði ekki átt að láta höggið vaða en skildu fullkomlega hve miklu uppnámi hann var í. Blaðamenn The Clinch Report sem voru vitni sögðu m.a.: “Uriah var svo reiður að hann var ekki með sjálfum sér. Hann hafði fullan rétt til. Ég vona virkilega að UFC refsi Hall ekki, hann var króaður af af algjörum geðsjúklingi.”

“Jose frá Bamma fylgdi Uriah að lyftunni, þar sem hann hélt áfram að leita að Mayhem. Það var eðlilega mikill hiti í honum! Öryggisverðirnir […] gátu róað Uriah niður áður en hann fór. Þegar við fórum var Mayhem við barinn, fullur, að sulla bjórnum sínum niður. […] Munið að Uriah var að reyna að vera rólegur en hann gat ekki fært sig því það var veggur af fólki fyrir aftan hann. Það var rangt af honum að kýla hann, en Mayhem var að sýna ógnandi hegðun.”

Mayhem hefur ekki iðrast, þvert á móti birti hann þessi skilaboð á Twitter-síðu sinni:

Þessu fylgdi hann eftir með sinni útgáfu af því sem gerðist:

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular