Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁ ég að keppa?

Á ég að keppa?

diegoHvort þú ættir að keppa eða ekki er spurning sem allir BJJ iðkendur standa frammi fyrir eftir að hafa æft í dálítinn tíma. Sumir svara því hiklaust játandi en fyrir aðra er svarið ekki svo augljóst.  Hér eru nokkrir kostir þess að keppa á BJJ móti.

Góð mælistika á framför

Með því að keppa færð þú tilfinningu fyrir því hvernig glímukunnáttan þín er að þróast. Hvað er að virka og hvað má bæta? Að taka upp keppnisglímurnar sínar er einnig mjög gagnlegt til þess að sjá mun á sjálfum sér frá síðasta móti eða síðasta ári.

Aukið sjálfsöryggi

Að glíma í nýju umhverfi og takast á við einhvern sem þú veist jafnvel ekkert um tekur þig vissulega út úr þægindahringnum þínum, sem stækkar fyrir vikið og sjálfstraustið eykst. Þetta sérðu kannski ekki á mótsdag en næst þegar þú mætir á æfingu er eins og eitthvað hafi breyst.

Læra að halda ró sinni undir pressu

Að halda ró sinni og gefast ekki upp þegar einhver er að reyna yfirbuga þig er eiginleiki sem nýtist vel í mörgum öðrum aðstæðum en glímutengdum. Þeir sem eru að keppa í fyrsta sinn eiga það til að stífna upp í líkamanum og gleyma að stjórna andanum út af stressi og neikvæðum hugsunum. Með tímanum læriru að hleypa bara inn jákvæðum hugsunum, anda rólega og treysta á “jitsið” þitt.

Hvert stig telur

Ólíkt því að glíma á æfingu þar sem sjaldnast er verið að telja stigin getur verið lærdómsríkt að sjá hvernig baráttuviljinn breytist þegar byrjað er að telja stigin. Að leyfa einhverjum að komast framhjá “guardinu” sínu færir þig þremur stigum undir og margar glímur vinnast á aðeins einu stigi svo það er um að gera að gefa ekkert eftir.

Læra af öðrum

Áherslur í glímuaðferðum geta verið mjög mismunandi milli félagsliða og mikið er hægt að læra af því að kynnast öðrum áherslum en þú þekkir úr þínu liði.  Virkar „guardið“ þitt jafn vel á keppendur frá félaginu sem æfa nær eingöngu „guard pass“? Hægt er að segja að keppni ýti undir framþróun í íþróttinni og hjálpi henni að þroskast til hins betra.

Sigurvíman er sæl

Að vinna mót eða komast à pall er fràbær tillfinning og í flestum tilfellum hægt að segja að það sé aðalmarkmiðið. Þrátt fyrir það getur hver og einn keppandi einnig haft önnur persónuleg markmið, eins og að stressast ekki upp í glímunni, að ná að skora stig eða að vinna eina glímu.  Bara það að mæta og keppa á sínu fyrsta móti er í raun afrek sem ber að fagna.

Styrkir tengslin við æfingafélagana

Þó svo að BJJ sé einstaklingsíþrótt er frammistaða iðkenda háð framlagi æfingafélaganna. Þeir herða þig upp fyrir mót og hvetja þig áfram frá hliðarlínunni á mótsdag. Þannig að hvort sem þú keppir eða mætir til að styðja félagana þjappar það ykkur saman og myndar góða liðsheild.

Að keppa er alls ekki nauðsynlegur partur af því að æfa BJJ en það er um að gera að prófa það allavega einu sinni!

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular