Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCole Miller fer ófögrum orðum um evrópska bardagamenn og Conor McGregor!

Cole Miller fer ófögrum orðum um evrópska bardagamenn og Conor McGregor!

Cole Miller lét evrópska bardagamenn heyra það í viðtali við Joe Rogan eftir UFC Fight Night 30. Myndbandið má sjá hér að neðan en þar segir hann að Ross Pearson og Andy Ogle gátu ekki sigrað sig og Connor McGregor og Dennis Siver muni ekki geta það heldur. Miller er pirraður yfir því að maður eins og Conor (með 2 bardaga í UFC) fái svona mikla athygli og lét hann því aðeins heyra það. Reyndar kallar hann Conor “Colin McGoober” en er líklegast að tala um okkar mann. Skiljanlega var mikið púað á Miller þegar hann lét þessa sprengju úr sér.

Conor svaraði honum þó á Twitter

conor tweet

Fyrir ekki svo löngu síðan talaði Miller um að hann ætti í erfiðleikum með að fá styrktarsamninga og að margir æfingarfélaga hans, sem berjast í minni samtökum en UFC, væru að fá meiri tekjur frá styrktaraðilum heldur en hann. Þetta gæti verið leið Miller til að koma sér í sviðsljósið meira í von um að fá stærri bardaga og betri styrktaraðila.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular