spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlex Oliveira sakaður um heimilisofbeldi

Alex Oliveira sakaður um heimilisofbeldi

Mynd: Snorri Björns.

Alex Oliveira er í vandræðum í Brasilíu ef marka má nýjustu fregnir. Oliveira er sakaður um ofbeldi í garð fyrrum eiginkonu sinnar en hann hefur vísað ásökunum á bug.

Fyrstu fréttir í brasilískum fjölmiðlum hermdu að Alex Oliveira hefði ráðist á fyrrum eiginkonu sína og tekið fimm mánaða son þeirra á mótorhjóli í Rio í gærmorgun [laugardag]. Oliveira á að hafa mætt ölvaður heim til fyrrum eiginkonu sinnar og viljað taka son sinn á mótorhjólið og aka burt. Konan neitaði að láta Oliveira fá soninn og réðst þá Oliveira á hana með höggum, braut glugga og reif í hár hennar áður en hann yfirgaf svæðið með soninn á mótorhjólinu.

Lögreglan var kölluð til og fannst sonurinn hjá systur hans en Oliveira var ekki þar. Þá fyrst var hann eftirlýstur en málsvari Oliveira hefur hins vegar sagt frásagnir fjölmiðla rangar og hann sé ekki eftirlýstur af lögreglunni. Samkvæmt málsvara Oliveira mun hann gefa sína hlið málsins við lögregluna fljótlega og að brasilískir fjölmiðlar fari með rangt mál.

Samkvæmt lögreglunni á Oliveira einnig að hafa ráðist á öryggisvörð í gleðskap fyrr um kvöldið þar sem hann var ölvaður. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglunni.

Oliveira hefur tapað tveimur bardögum í röð en hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í desember og tapaði svo fyrir Mike Perry í apríl.

Mynd: Snorri Björns.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular