spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlex Pereira getur slegið met Rondu Rousey á UFC 307

Alex Pereira getur slegið met Rondu Rousey á UFC 307

Alex Pereira og Khalil Rountree jr. eigast við í aðalbardaga UFC 307 sem haldið verður næstu helgi í Salt Lake City, Utah. Pereira mun reyna að verja léttþungavigtartitil sinn í þriðja skipti og gæti slegið met í leiðinni.

Alex Pereira er einn af 9 bardagamönnum sem hefur unnið titil í tveimur þyngdarflokkum innan UFC. Hinir eru Randy Couture, B.J. Penn, Conor McGregor, Georges St-Pierre, Daniel Cormier, Henry Cejudo, Amanda Nunes og Jon Jones.

Pereira hefur slegið met hvað varðar hversu marga bardaga það tók að verða tvöfaldur meistari, innan og utan UFC, en á laugardaginn getur hann slegið nýtt met sem Ronda Rousey heldur.

Pereira mun verja léttþungavigtartitilinn sinn í þriðja skipti á árinu 2024. 6 aðrir bardagamenn hafa áður átt þrjár titilvarnir á sama árinu: Frank Shamrock (1998), Tito Ortiz (2001), Matt Hughes (2002), Chuck Liddell (2006), Demetrious Johnson (2013) og Kamaru Usman (2021) 

Ronda Rousey á hins vegar metið yfir fæsta daga milli þriggja titilvarna þó þær hafi skipts yfir á tvö almanaksár. Ef Pereira sigrar Rountree um helgina mun hann hafa varið titil sinn þrisvar á 175 dögum, 14 dögum færri en núverandi met Rousey sem er 189 dagar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular