spot_img
Friday, November 15, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlex Pereira varði titilinn gegn Rountree

Alex Pereira varði titilinn gegn Rountree

Khalil Rountree tókst ekki að binda enda á titiltið Alex Pereira í nótt. Þetta var þriðja titilvörn Alex á árinu en hann hefur nú þegar sigrað Jamahal Hill og Jiří Procházka með sannfærandi frammistöðu. Bardaginn var aðalbardagi UFC 307-kvöldsins og fór fram í Delta Center í Utah-fylki.

Alex Pereira vann TKO-sigur gegn Rountree í fjórðu lotu á 4:31 min. Alex reyndi og lenti fleiri höggum en Rountree í öllum lotum en tölfræðin ein og sér segir ekki alla söguna. Rountree byrjaði bardagann vel og gerði vel í því að lenda stökum höggum og forða sér undan Pereira áður en honum tókst að svara fyrir sig. Pereira nýtti fyrstu mínúturnar í að fjárfesta í spörkum í fæturnar á Rountree sem skilaði sér til baka þegar leið á bardagann. Þessi herkænska kom Pereira næstum því í vændræði í annari lotu þegar hann át hrikalega öflugan hægri krók frá Rountree og virtist ætla að lenda í vandræðum í kjölfarið.

Þrátt fyrir að hafa byrjað bardagann ágætlega þá lá allt í loftinu að Pereira myndi sigla sigrinum heim. Upp úr þriðju lotu var greinilegt að bensíntankurinn hans Rountree var að þrotum kominn og var það tækifæri fyrir Pereira til þess að gefa í enn þá meira í. Rountree tókst að halda takti við Pereira út þriðju lotu en þegar komið var inn í þá fjórðu voru endalokin skrifum á vegginn. Pereira lenti þá 64. significant strikes gegn 16. frá Rountree.

Bardaginn var heilt yfir mjög góð skemmtun og fengu þeir Fight of the Night bónusinn frá Dana White.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular