Alexander Gustafsson ætlar greinilega að taka hanskana af hillunni. Gustafsson mætir Fabricio Werdum í júlí og það í þungavigt.
Alexander Gustafsson var lengi vel einn af bestu bardagamönnum léttþungavigtarinnar. Svíinn fékk þrjá titilbardaga í UFC en mistókst í öll skiptin að ná titlinum.
Eftir tap gegn Anthony Smith á heimavelli fyrir rúmu ári síðan ákvað Gustafsson að hætta. Gustafsson er 33 ára gamall og er greinilega ekki hættur. Gustafsson ætlar upp í þungavigt og verður frumraun hans þar gegn Fabricio Werdum. Bardaginn fer fram þann 25. júlí á bardagaeyju UFC.
Werdum barðist síðast í maí þegar hann tapaði fyrir Aleksei Oleinik eftir dómaraákvörðun. Það var fyrsti bardagi Werdum eftir tveggja ára keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi.
UFC er að setja saman stórt bardagakvöld þann 25. júlí. Þetta er þriðji bardaginn sem er settur saman á bardagakvöldið en aðrir bardagar sem sagðir eru vera á kvöldinu er viðureign Robert Whittaker og Darren Till og bardagi Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira gegn Mauricio ‘Shogun’ Rua.