spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJAlexander Jarl tók bronsið á ADCC North African Championship

Alexander Jarl tók bronsið á ADCC North African Championship

Jiu Jitsu kappinn og tónlistarmaðurinn Alexander Jarl tók þátt Í ADCC North African Championship sem haldið var í Cairo, Egyptalandi. Hann keppti í -91kg professional flokki þar sem hann lenti í 3. sæti og fékk brons verðlaun.

Alexander er tímabundið búséttur í Egyptalandi en hann kom fyrst þangað í febrúar í þeim tilgangi að koma Palestínskum ættingjum sínum úr stríðsástandinu á Gaza. Hann hefur að eigin sögn ekki verið að æfa glímu af miklu kappi undanfarið en hann fór á eina æfingu í Anibus Martial Arts á Giza þar sem hann sá auglýsingu fyrir ADCC mótið og ákvað að skella sér.

Mótið var haldið undir sólu í 35 stiga hita sem Alexander sagði vera hressilega nýja upplifun. Alexander mætti IBJJF no-gi Evrópumeistaranum Mazen Azab í -91kg flokki sem sigraði Alexander með arm triangle en Alexander átti sín augnablik í glímunni og gerði góða atlögu að honum með heelhook sem hann á endanum missti. Azab sigraði bæði flokkinn þeirra og þann opna og má því segja að Alexander hafi fengið dýrmæta reynslu í bankann gegn andstæðingi í allra hæsta gæðaflokki, og kynnt Mjölni með sóma fyrir Norður Afríku í leiðinni.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular