spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAlexandr Karelin: Sovéska glímuskrímslið!

Alexandr Karelin: Sovéska glímuskrímslið!

RINGEN: bis 130 kg ATLANTA 1996 23.7.96Þegar maður hugsar um stereótýpuna um sovéskan ofurhermann kalda stríðsins, tikkar Aleksandr Karelin fyrir mér í öll boxin. Karelin er einhver genetísk útgáfa af manni sem sést sjaldan á jörðinni, 190cm á hæð og skar sig niður í -130kg flokk og með útlit sem myndi láta mann skokka yfir götuna ef maður mætti honum í myrkri. Maður heldur að Karelin hafi verið framleiddur í sovéskri gena tilraunastofu og haldið gangandi á sterum frá því hann var fóstur. Sagan er hins vegar sú að hann fæddist 15 pund (6,8 kg) í bóndabæ í Síberíu og ólst upp í mjög virku sveitalífi. Virðingarvert er að Karelin tók öll þau lyfjapróf sem hann var beðinn um að taka og á öllum hans ferli stóðst hann hvert einasta lyfjapróf.

Alexander Karelin byrjaði að glíma 13 ára gamall. Karelin æfði gríðarlega mikið og nýtti sér erfiðar aðstræður Síberíu í æfingunum. Til að mynda hljóp hann í tvo tíma í lærisháum snjónum og réri bát um vötn Síberíu þangað til það blæddi úr höndunum hans. Karelin var gríðarlega sigursæll á sínum ferli en hann á 9 heimsmeistaratitla, 12 Evróputitla, 3 gull og eitt silfur á Ólympíuleikunum á sínum glímuferli.

karelinKarelin var þekktur fyrir tak sem nefnt var eftir honum „Karelin Lift“. Tækninni beitti hann á móti mönnum sem lágu á maganum í varnarstöðu gegn því að hann skoraði stig. Okkar maður læsti þá höndum saman undir nafla á þeim sem lá og lyfti spriklandi 130kg andstæðing sínum og kastaði honum aftur fyrir sig. Karelin var ósigraður á sínum 13 ára ferli og fékk ekki skorað á sig stig seinustu 6 árin. Karelin sagði að ef hann gæti ekki verið með algera yfirburði í glímunni væri í raun ekki tilgangur fyrir hann að taka þátt. Hann stóð við stóru orðin á úrslitum á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, þegar óþekktur bandarískur glímumaður, Rulon Gardner sigraði hinn ósigraða og ómennska Karelin. Karelin skildi skóna eftir í hringnum sem er merki glímumanna að þeir séu hættir að glíma. Rulon Gardner er efni í aðra grein sem mun birtast hér á síðunni innan skamms.

Eftir að hafa hætt í glímunni snéri hann sér að stjórnmálum í Rússlandi en hann er með gráðu í lögfræði og doktorsgráðu. Hann situr sem þingmaður Sameinaðs Rússlands, flokks Vladimirs Putin og er þingmaður fyrir Síberíu í rússnesku dúmunni. Til gamans má geta að Putin er svartbeltingur í júdó.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular