Þegar maður hugsar um stereótýpuna um sovéskan ofurhermann kalda stríðsins, tikkar Aleksandr Karelin fyrir mér í öll boxin. Karelin er einhver genetísk útgáfa af manni sem sést sjaldan á jörðinni, 190cm á hæð og skar sig niður í -130kg flokk og með útlit sem myndi láta mann skokka yfir götuna ef maður mætti honum í myrkri. Maður heldur að Karelin hafi verið framleiddur í sovéskri gena tilraunastofu og haldið gangandi á sterum frá því hann var fóstur. Sagan er hins vegar sú að hann fæddist 15 pund (6,8 kg) í bóndabæ í Síberíu og ólst upp í mjög virku sveitalífi. Virðingarvert er að Karelin tók öll þau lyfjapróf sem hann var beðinn um að taka og á öllum hans ferli stóðst hann hvert einasta lyfjapróf.
Alexander Karelin byrjaði að glíma 13 ára gamall. Karelin æfði gríðarlega mikið og nýtti sér erfiðar aðstræður Síberíu í æfingunum. Til að mynda hljóp hann í tvo tíma í lærisháum snjónum og réri bát um vötn Síberíu þangað til það blæddi úr höndunum hans. Karelin var gríðarlega sigursæll á sínum ferli en hann á 9 heimsmeistaratitla, 12 Evróputitla, 3 gull og eitt silfur á Ólympíuleikunum á sínum glímuferli.
Eftir að hafa hætt í glímunni snéri hann sér að stjórnmálum í Rússlandi en hann er með gráðu í lögfræði og doktorsgráðu. Hann situr sem þingmaður Sameinaðs Rússlands, flokks Vladimirs Putin og er þingmaður fyrir Síberíu í rússnesku dúmunni. Til gamans má geta að Putin er svartbeltingur í júdó.
Snilldar grein!
[…] muna allir eftir greininni okkar um Alexander Karelin, þeir sem hafa ekki lesið hana þá er hún hér. Alexander Karelin, einn öflugasti glímumaður allra tíma, var stoppaður af okkar manni Rulon […]
djöfull er þetta cool þingmaður