Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaRulon Gardner - Maðurinn sem stöðvaði Karelin

Rulon Gardner – Maðurinn sem stöðvaði Karelin

Það muna allir eftir greininni okkar um Alexander Karelin, þeir sem hafa ekki lesið hana þá er hún hér. Alexander Karelin, einn öflugasti glímumaður allra tíma, var stoppaður af okkar manni Rulon Gardner. Gardner er eins og aðrir glímumenn, bóndasonur af mjólkurbúi í miðríkjum Bandaríkjana og hann hefur notað glímuna til að bæta upp eitthvað annað. Gardner ólst upp sem yngstur af níu systkinum og átti við mikla erfiðleika að stríða í skóla.

Gardner er maður sem ætti í raun ekki að vera á lífi eftir að hafa fengið boga ör í gegnum magan í barnaskóla, fékk slæma lungnabólgu og frostbit eftir að hafa dottið í vök í frosti og óbyggðum og eftir að hafa lifað af flugslys í sjó þar sem hann þurfti að synda klukkutíma í land í 7 gráðu heitum sjó. Miðað við allt þetta er ótrúlegt að hann skuli vera á lífi.

Gardner átti mjög góðan glímuferil. Gardner var fyrsti maðurinn til að sigra Karelin í 13 ár þegar hann sigraði hann í úrslitaglímunni á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hann hlaut svo bronsverðlaun á Ólympíuleikunum 2004 og reyndist það vera síðasta mótið hans á ferlinum. Eftir Ólympíuleikana í Aþenu 2004 þyngdist Gardner gríðarlega eða um tæp 100kg og var orðinn 215kg þegar mest lét. Hann tók þátt í sjónvarpsþáttunum „The Biggest Loser“ árið 2011 þar sem honum gekk vel og missti 78 kg áður en hann ákvað að hætta í þáttunum vegna persónulegra ástæðna. Ansi stórt stökk að fara frá því að vera gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í það að fara í „The Biggest Loser“.

Líf Gardners hefur verið svona upp og niður, stórir sigrar og stór töp. Gardner lýsti sig gjaldþrota árið 2012 en hann mun alltaf vera goðsögn í lifandi lífi fyrir að vera sá sem stoppaði hinn mikla Alexander Karelin. Garnder starfar í dag aðallega sem hvatningarræðumaður (e. motivational speaker).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular