Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUppáhalds bardagamaður: José Aldo

Uppáhalds bardagamaður: José Aldo

josé-aldo-1

Það er alltaf erfitt að velja eitthvað eitt sem er uppáhalds, sama í hvað það er. Hvernig velur maður t.d. uppáhalds kvikmyndina sína? Af hverju þarf maður að velja bara eina? Og hvernig á maður að velja, hvaða flokk, grín, drama, stríð?  Valið verður að vera byggt á tilfinningum. Hvaða minningar og tilfinningar tengir maður við myndina. Það er eins með allt annað. Þegar ég byrjaði að hugsa um uppáhalds MMA bardagamann til að setja í þessa grein kom José Aldo fljótt upp í hugann.

José Aldo er léttur en höggþungur og mögulega með bestu spörkin bransanum. Hann getur rotað menn á hverri stundu með höggum, spörkum og hnjám. Hann er auk þess með svart belti í jiu jitsu en notar það aldrei af því að hann er svo hrikalega góður standandi. Það sem er skemmtilegt við að horfa á menn eins og hann og félaga hans Renan Barão berjast er að vita að hvað sem er getur gerst nánast hvenær sem er. Aldo gæti byrjað bardagann með flúgandi hné sem rotar andstæðinginn eins og á móti Cub Swanson (sjá hér að ofan). Hann gæti líka verið agaður og tæknilegur og sparkað lappirnar undan mönnum eins og á móti Urijah Faber. Myndin hér að neðan er af lærinu á Faber daginn eftir bardagann sem fór fram í WEC 48 en Faber var á hækjum!

aldo-legkick    urijah_faber_legjpg

Aldo getur líka lent í vandræðum eins og á móti Mark Hominick  en hann barðist víst veikur sem segir manni eitthvað um hugarfarið hjá þessum kappa. Hann sýndi aftur hversu harður hann er í síðasta bardaga hans á móti Chan Sung Jung. Aldo fótbrotnaði í fyrstu lotu en hélt áfram og kláraði Jung í þeirri fjórðu.

Aldo er með fjórðu bestu felluvörn í UFC frá upphafi eða um 90%. Chad Mendes er frábær glímukappi en honum tókst ekki að koma Aldo í gólfið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann át svo hné í kaupbæti sem færði honum hans eina tap á ferlinum. Bardaginn á móti fyrrverandi léttvigtarmeistara Frankie Edgar var spennandi en nákvæmari högg og lágspörk Aldo tryggðu honum sigur á stigum.

José Aldo hefur aðeins tapað einu sinni. Það var árið 2005 á móti virtum jiu jitsu svartbeltingi Luciano Azevedo. Aldo vann fyrstu lotuna en var tekinn niður í annarri lotu. Azevedo náði bakinu og „rear naked choke“.  Hann fékk viðurnefnið Scarface út af öri á vinstri kinn sem hann fékk þegar systur hans ýttu honum út í glóandi kol sem barn (mjög eðlilegt..). Hann hafði mestan áhuga á fótbolta sem krakki en fór að æfa bardagalistir til að geta varið sig betur í götubardögum í Manaus í Brasilíu.

Jose-Aldo-2

Það verður gaman að fylgjast með hvað Aldo gerir næst. Hann hefur talað um að þyngja sig upp í léttvigt og skora á Anthony Pettis. Hver væri ekki til í að sjá þann bardaga? Sennilega mætir hann fyrst Ricardo Lamas sem verðskuldar tækifærið eftir að hafa sigrað þrjá hátt skrifaða UFC bardagamenn í röð (Cub Swanson, Hatsu Hioki, Erik Koch). Aldo er ennþá bara 27 ára og gæti átt mörg góð ár eftir ef hann lendir ekki í miklum meiðslum. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað hann gerir næst.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular